Menning

Hlotnast heiður

Njörður P. Njarðvík prófessor hlaut á dögunum menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins. Sjóður þessi var stofnaður árið 1995 í kjölfar gjafar sænsku ríkisstjórnarinnar til Íslendinga á fimmtíu ára lýðveldisári.

Menning

Átthagafræði samkvæmt bók KK

Önnur sýning Söguloftsins í Landnámssetrinu í Borgarnesi leit dagsins ljós á föstudag. Önnur sýning var á laugardagskvöld: Einar Kárason og KK flytja þar Menn eru svona sem byggir að miklu leyti á minningum KK sem Einar skráði eftir honum sjálfum og fleirum og gaf út á bók 2002 og svo söngvum KK, bæði frumsömdum og sóttum í sjóði söngvaskáldsins. Þetta er dagskrá sem teygir sig í tvo klukkutíma, þægileg áheyrnar og skemmtileg kvöldstund sem líður hratt.

Menning

Víða sýningarlok

Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni.

Menning

Myndlistin fer á vefinn

Breski safnarinn og auðkýfingurinn Charles Saatchi rekur vef fyrir unga myndlistarmenn í tengslum við safn sitt í London: www.saatchi-gallery.co.uk/stuart. Þangað koma nú þrjár milljónir innlita á degi hverjum. Á vef safnsins er slóð fyrir listamenn, Your Gallery, og eru ríflega 25 þúsund listamenn með verk sín skráð þar og til sölu.

Menning

Menn eru svona og svona

Í kvöld verður fyrsti flutningur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misserum þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs.

Menning

Harry Potter feigur

Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bókinni eru hverfandi að mati veð-mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort.

Menning

Dætur hússins - Tvær stjörnur

Thérése og Léonie hittast aftur eftir tuttugu ára aðskilnað. Mæður þeirra voru systur sem bjuggu undir sama þaki eftir að móðir Thérése veiktist af sjúkdómi sem dró hana á endanum til dauða. Þá var móðir Léonie þegar orðin ekkja. Ytri rammi sögunnar fjallar um þann tíma, einkum unglingsárin, áður en Thérése gengur í klaustur. Ekki þó þannig að þær rifji upp þann tíma, heldur gerir sögumaður það.

Menning

Alvarlega hipp í Safni

Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18.

Menning

Rowling afhjúpar titilinn

Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina.

Menning

Úr ólíkum áttum

Rithöfundar og fjármálaspekúlantar ætla að lesa upp úr bókmenntaverkum sínum í Anima galleríi í kvöld og annað kvöld og sætir það vissum tíðindum því ekki er algengt að slíkir leiði saman hesta sína.

Menning

Árita bækur sínar

Eiríkur Guðmundsson og Steinar Bragi árita bækur sínar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan sex miðvikudaginn 20. desember.

Menning

Nostrað við hlustir

Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur.

Menning

Steinar um Stein Steinar

Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr bók sinni, Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins, í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti kl. 20.30 í kvöld.

Menning

Síðkaþólskt gæðapopp

Lofsvert framtak að gefa út kveðskap Jóns Arasonar biskups. Kemur nú fyrsta sinni á bók í heild sinni – með vönduðum skýringum Kára Bjarnasonar og greinargóðum inngangi Ásgeirs Jónssonar.

Menning

Mættir Max og Mórits

Um kaffileytið geta göngumenn af Laugaveginum skotist inn í Súfistann og ornað sér við veitingar, söng og lestur úr sígildum kvæðabálki Vilhelm Busch af hrekkjusvínunum Max og Mórits og þeirra grimmilegu örlögum.

Menning

Listamenn heimsóttir

Í húsi listamanns er safn viðtala sem birtust í Morgunblaðinu á árunum 1980 til 1982 og 1998. Í viðtölunum heimsækir höfundur íslenska listamenn sem flestir eru gengnir og bregður upp svipmyndum af þeim. Í flestum tilfellum setur höfundur sig í stellingar áhorfandans, fylgist með viðkomandi listamanni á heimilinu eða á vinnustofunni og ritar athugasemdir sem frá þeim falla um lífið, listina, samfélagið.

Menning

Víða opin hús í dag

Myndlistarfólk er tekið að stunda það helgar fyrir hátíðir að opna vinnstofur sínar almenningi og bjóða verk til sölu, stór og smá, Stöllurnar Ólöf Björg, Svava K. Egilson og Alice Olivia Clarke reka sameiginlega vinnustofu í Hafnarfirðinum í húsinu Dverg sem er á Brekkugötu 2 við Lækjargötu í hjarta bæjarins.

Menning

Samtal við listasöguna

Sýningin Frelsun litarins verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Um er að ræða tímamótasýningu á verkum frönsku expressjónistanna, eða fauvistanna, og geta gestir nú í fyrsta sinn barið augum verk málara á borð við Renoir og Matisse hér á landi.

Menning

Jólalegur kokteill

Nemendur Kramhússins efna til Jólagleði í Borgarleikhúsinu á morgun og sýna margslungnar listir sínar. Leyndir hæfileikar fá þar að njóta sín og munu stíga á svið hversdagsstjörnur úr hinum íslenska veruleika.

Menning

Enginn dregur stein í efa

Þjóðskáld á tímamótum, degi hallar. Skáld sem fylgt hefur ljóðvinum á heillandi ferðalagi hálfrar aldar um innland íslenskrar náttúru og sögu - þar sem stórhuga maðurinn leitar átta í skjálfandi smæð (29).

Menning

Ljósmóðurfræði frá fyrri tíð

Nýlega kom út bókin Sá nýi yfirsetukvennaskóli hjá Söguspekingastifti, en bókin kom fyrst út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur á handritadeild Landsbókasafns, bjó til prentunar og ritaði inngang. Bókin er fyrsta ritið um ljósmóðurfræði sem kom út á íslensku og var notuð við kennslu yfirsetukvenna þegar landlæknisembættið var stofnað árið 1760.

Menning

Kynslóð ungskálda

Ljósmyndasýningin ,,Skrásetning kynslóðar“ verður opnuð í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi á morgun kl. 17. Þar sýnir Björn M. Sigurjónsson portrett af ungum íslenskum rithöfundum og listamönnum.

Menning

Gjöf til barnanna í landinu

Úrval verka Vilborgar Dagbjartsdóttur kemur út hjá forlaginu JPV með yfirskriftinni Fugl og fiskur. Í bókinni eru ljóð og sögur Vilborgar handa börnum sem komið hafa út á árabilinu 1955-2005, fallega myndskreytt af listakonunni Önnu Cynthiu Leplar.

Menning

Flugeldasýning frá Guðbergi

Árið 2006 ætlar að verða bókmenntaárið mikla. Það er sé til þess litið að útdeilendur Gullmiðans gátu fundið fimm ný skáldverk sem þeir vilja meina að sé betri en 1 ½ bók – Hryllileg saga eftir Guðberg Bergsson. Því hér er um flugeldasýningu að ræða. Guðbergur verður bara betri með árunum.

Menning

Trúin á spurningarmerkið

Ljóðið skín í skammdeginu á Fróni og nú sendir Einar Már frá sér bók sem gefur fyrri bókum hans ekkert eftir, ljóðum jafnt sem prósa. Fantagóð semsé. Djarfur, hvass, fyndinn og ögrandi - jafnt í orði sem erindi. Síbryðjandi vísdómsjaxl með djúpa rót í kvikunni.

Menning

Günter Grass rétt sáttarhönd

Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass opnaði nýverið myndlistarsýningu í Slésíska safninu (Schlesisches Museum) í Görlitz í Þýskalandi.

Menning

Rithöfundar með jólahroll

Það verður jólahrollur í Þjóðmenningarhúsinu fram að jólum en þar verður boðið upp á samnefnda upplestrardagskrá. Tólf rithöfundar eða staðgenglar þeirra munu kveðja sér hljóðs þar líkt og jólasveinarnir sem tínast nú til byggða einn af öðrum, og lesa úr nýjum spennusögum.

Menning

Þýðingarnar reifaðar

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gengst fyrir stuttri fyrirlestraröð um þýðingar nú fyrir jólin. Í dag halda þýðendurnir Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson erindi í Lögbergi, stofu 101.

Menning

Upplestur í boði Bjarts

Klukkan tvö á sunnudaginn 10. desember, verður lesið upp úr nýjum Bjartsbókum í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.

Menning