Menning Hrauntákn Sýning myndlistarmannsins Halldórs Ásgeirssonar „Hrauntákn“ í sýningarýminu Gallerí Dvergi hefur verið framlengd. Sýningin var opnuð hinn 20. október í tengslum við grasrótarsýninguna Sequences. Halldór mun fremja gjörning í sýningarrýminu í dag kl. 18. og annan laugardag. Sýningarýmið Gallerí Dvergur er í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Dvergur hefur verið starfræktur í nokkra mánuði á ári síðan 2002 og hafa verið haldnar þar alls 18 einkasýningar innlendra sem og erlendra listamanna, svo og tónleikar og vídeósýningar. Ókeypis er inn og allir eru velkomnir. Menning 4.11.2006 16:45 Eyrarrós í hnappagat Nýlega var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2007, viðurkenningu til framúrskarandi menningarstarfs á landsbyggðinni og rennur umsóknarfrestur út 13. nóvember. Verðlaun verða afhent verður í þriðja sinn í janúar 2007. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem afhent voru árið 2005 og Eyrarrósina 2006 hlaut LungA, listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Menning 4.11.2006 13:45 Ljósmyndasýning frá Grænlandi Í tengslum við skákmaraþon sem nú stendur yfir í Kringlunni er efnt til ljósmyndasýningar þar sem gefur að líta myndir frá Grænlandi. Menning 4.11.2006 12:45 Ógjörningur Myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen sýnir nektarverk sitt „Án titils“ í galleríi Boxi á Akureyri. Verkið er aðeins flutt nú um helgina. Menning 4.11.2006 12:15 List til að taka með Myndlistarkonan Alice Olivia Clarke sýnir mósaíkverk sín á efri hæð skemmtistaðarins Café Oliver á Laugavegi. Myndirnar eru unnar í tengslum við innsetningu hennar sem þegar prýðir staðinn en listamaðurinn kennir sýninguna við „Take away“ því líkt og gestir geta tekið með sér mat af veitingahúsum geta þeir einnig notið andrúmsloftsins á staðnum og síðan tekið listina með sér heim. Menning 4.11.2006 08:00 Innrásinni að ljúka Sýningu listahópsins Invasionistas í Kling og Bang-galleríi á Laugavegi lýkur um helgina. Invasionistas er fjölþjóðlegur hópur listamanna sem starfar í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn heldur sýningu saman. Undanfarin tíu ár hafa þau starfað saman í pörum og smærri hópum að gjörningum, innsetningum og myndbandagerð. Menning 3.11.2006 14:00 Gnægtarborð Unglistar Eins víst og lóan kemur á vorin þá hefur Unglist – Listahátíð ungs fólks, fest sig í sessi. Hátíðin hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992 og stendur hún í rúma viku í hvert sinn. Menning 3.11.2006 11:00 Forskot á flóðið árlega Nú er annatími hjá útgefendum sem þeysast milli bæjarhluta með handrit og útprent. Orðin og sögurnar dælast úr prentvélum yfir í plastvélar og rata loks í hillur verslana þar sem lesendur bíða spenntir eftir jólabókunum. Menning 3.11.2006 10:45 Danstrúðar spinna Gættu mín eða Watch My Back er nýr dansleikhúshópur sem samanstendur af þremur karlmönnum og listamönnum LR og Íd. Tríóið skipa þeir Peter Anderson dansari og danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen dansari og Björn Ingi Hilmarsson leikari. Þeir kalla iðju sína dansleikhússport og segja það nýja tegund afþreyingarlistar. Menning 3.11.2006 09:45 Gerðu heimildarmynd um aktívisma Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Menning 2.11.2006 16:15 Um álfuna ríkir óvissa ein Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. Menning 2.11.2006 09:30 Útgáfu fagnað Forlagið Nýhil heldur útgáfufagnað í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld þar sem þrír höfundar munu lesa úr splúnkunýjum skáldsögum sínum. Menning 2.11.2006 08:30 Ævisaga Guðmundar Finnbogasonar er komin út Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. Menning 1.11.2006 19:00 Þriðja táknið í Evrópu Menning 1.11.2006 18:30 Snertir furðulítið Framsetning bókarinnar bendir til að sögumaður hafi færst of mikið í fang. Þrátt fyrir að fjalla um einhverja hryllilegustu atburði seinni tíma snertir Ein til frásagnar furðulítið við lesandanum. Menning 1.11.2006 16:30 Listaháskólinn vill þagga niður umdeilt atvik „Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Menning 1.11.2006 13:15 Færeyskir meistarar Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Menning 31.10.2006 13:30 Kvikur pallíettufoss á gafli húss Ung kona sem hér hefur starfað um hríð tekur þátt í vakningu myndlistarmanna þessa dagana með óvenjulegum hætti. Hún hefur gert veggmynd á gaflinn á Bankastræti 6 úr pallíettum. Verkið kallar Theresa Himmer Sequinfall og vísar þar til vakningarhátíðar starfssystkina sinna Sequences. Menning 26.10.2006 11:15 Ljóðabókaflóð Bjarts Hjá Bjarti hafa nýlega komið út þrjár glæsilegar ljóðabækur, sannkallað ljóðabókaflóð í lok október. Af því tilefni verður haldin ljóðahátíð á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, í kvöld 25. október, klukkan 20.00, þar sem lesið verður upp úr þessum nýju dúndurbókum. Menning 25.10.2006 11:15 Ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson Hvíslað er um það í bókabransanum að bókmenntatíðindi ársins verði útgáfa nýrrar ljóðabókar eftir Hannes Pétursson skáld. Forleggjarar Hannesar eru um þessar mundir Edda - miðlun og útgáfa, en þar á bæ eru menn orðvarir og vilja ekki mikið tjá sig um nýtt ljóðasafn Hannesar. Menning 22.10.2006 17:00 Loftskip frá Óskari Óskar Árni Óskarsson rithöfundur, þýðandi og bókavörður sendir frá sér sína níundu ljóðabók, Loftskip, um þessar mundir. Höfundurinn hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990-1994. Ljóð eftir Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum tímaritum og sýnisbókum, íslenskum sem erlendum. Menning 22.10.2006 16:00 Labb um Listasafn Tveir forkólfar nýja málverksins, Hallgrímur Helgason og Helgi Þorgils Friðjónsson, sem báðir eiga sér djúpar rætur í sígildum sniðum myndlistarinnar fylgja gestum Listasafns Íslands um sýninguna „Málverkið eftir 1980“ kl. 14 í dag. Á sýningunni er rakin þróun íslenska málverksins frá upphafi níunda áratugs tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á sýningunni eru á annað hundrað verk eftir 56 listamenn. Sýningarstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur og aðstoðarsýningarstjóri dr. Halldór B. Runólfsson Menning 22.10.2006 15:00 Maðurinn er gestur Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Menning 22.10.2006 13:00 Heillandi og truflandi Skáldin Jesse Ball og Þórdís Björnsdóttir fá góða dóma fyrir sagnasafn sitt Veru & Linus hjá útgáfumálgagninu Publishers Weekly sem gagnrýndi bókina í vikunni. Bókin heitir eftir aðalpersónunum, hinu slóttuga en hrífandi pari, sem býr í næsta landamæralausum heimi þar sem allt getur gerst. Menning 22.10.2006 10:00 Góðir gestir Fjölskylduhátíð verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind í tilefni af Kanadískri menningarhátíð í Kópavogi sem hófst 14. október og lýkur á morgun. Menning 21.10.2006 12:30 Fundin verk eftir Túbals Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna. Menning 21.10.2006 12:15 Vendipunktar Valgerðar Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar“ ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar. Menning 21.10.2006 11:00 Postulleg kveðja Góður rómur hefur verið gerður að sýningunni Pakkhús postulanna í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, en henni lýkur á morgun. Sýningin markaði upphaf nýrrar sýningarstefnu hússins sem samtímalistasafns en að henni lokinni verður hugað að uppsetningu sýningarinnar „Uncertain States of America – American Art in the 3rd Millennium“ þar sem rjómi bandarískra samtímalistamanna sýnir verk sín. Menning 21.10.2006 09:30 Píramídi ástar og kærleika Snorri Ásmundsson varð nýverið fyrir andlegri vakningu eins og athugult andans fólk hefur tekið eftir. Snorri hefur smíðað fallegan píramída úr plexigleri sem hann kallar “Pyramid of Love”. Snorri hyggst dvelja inni í píramídanum í Lótusstellingunni og biðja um ást og kærleika öllum til handa. Menning 20.10.2006 21:09 Fimmbræðrasaga og meistari Voltaire Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749–1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Menning 19.10.2006 16:30 « ‹ 194 195 196 197 198 199 200 201 202 … 334 ›
Hrauntákn Sýning myndlistarmannsins Halldórs Ásgeirssonar „Hrauntákn“ í sýningarýminu Gallerí Dvergi hefur verið framlengd. Sýningin var opnuð hinn 20. október í tengslum við grasrótarsýninguna Sequences. Halldór mun fremja gjörning í sýningarrýminu í dag kl. 18. og annan laugardag. Sýningarýmið Gallerí Dvergur er í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Dvergur hefur verið starfræktur í nokkra mánuði á ári síðan 2002 og hafa verið haldnar þar alls 18 einkasýningar innlendra sem og erlendra listamanna, svo og tónleikar og vídeósýningar. Ókeypis er inn og allir eru velkomnir. Menning 4.11.2006 16:45
Eyrarrós í hnappagat Nýlega var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2007, viðurkenningu til framúrskarandi menningarstarfs á landsbyggðinni og rennur umsóknarfrestur út 13. nóvember. Verðlaun verða afhent verður í þriðja sinn í janúar 2007. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem afhent voru árið 2005 og Eyrarrósina 2006 hlaut LungA, listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Menning 4.11.2006 13:45
Ljósmyndasýning frá Grænlandi Í tengslum við skákmaraþon sem nú stendur yfir í Kringlunni er efnt til ljósmyndasýningar þar sem gefur að líta myndir frá Grænlandi. Menning 4.11.2006 12:45
Ógjörningur Myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen sýnir nektarverk sitt „Án titils“ í galleríi Boxi á Akureyri. Verkið er aðeins flutt nú um helgina. Menning 4.11.2006 12:15
List til að taka með Myndlistarkonan Alice Olivia Clarke sýnir mósaíkverk sín á efri hæð skemmtistaðarins Café Oliver á Laugavegi. Myndirnar eru unnar í tengslum við innsetningu hennar sem þegar prýðir staðinn en listamaðurinn kennir sýninguna við „Take away“ því líkt og gestir geta tekið með sér mat af veitingahúsum geta þeir einnig notið andrúmsloftsins á staðnum og síðan tekið listina með sér heim. Menning 4.11.2006 08:00
Innrásinni að ljúka Sýningu listahópsins Invasionistas í Kling og Bang-galleríi á Laugavegi lýkur um helgina. Invasionistas er fjölþjóðlegur hópur listamanna sem starfar í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn heldur sýningu saman. Undanfarin tíu ár hafa þau starfað saman í pörum og smærri hópum að gjörningum, innsetningum og myndbandagerð. Menning 3.11.2006 14:00
Gnægtarborð Unglistar Eins víst og lóan kemur á vorin þá hefur Unglist – Listahátíð ungs fólks, fest sig í sessi. Hátíðin hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992 og stendur hún í rúma viku í hvert sinn. Menning 3.11.2006 11:00
Forskot á flóðið árlega Nú er annatími hjá útgefendum sem þeysast milli bæjarhluta með handrit og útprent. Orðin og sögurnar dælast úr prentvélum yfir í plastvélar og rata loks í hillur verslana þar sem lesendur bíða spenntir eftir jólabókunum. Menning 3.11.2006 10:45
Danstrúðar spinna Gættu mín eða Watch My Back er nýr dansleikhúshópur sem samanstendur af þremur karlmönnum og listamönnum LR og Íd. Tríóið skipa þeir Peter Anderson dansari og danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen dansari og Björn Ingi Hilmarsson leikari. Þeir kalla iðju sína dansleikhússport og segja það nýja tegund afþreyingarlistar. Menning 3.11.2006 09:45
Gerðu heimildarmynd um aktívisma Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Menning 2.11.2006 16:15
Um álfuna ríkir óvissa ein Á laugardag verður opnuð í Hafnarhúsi - Listasafni Reykjavíkur sýning á bandarískri samtímalist - verk þeirra yngstu í bandarísku listalífi munu ryðjast inn í skynfæri gesta þar næstu vikur og hætta á að fólk láti sér bregða. Menning 2.11.2006 09:30
Útgáfu fagnað Forlagið Nýhil heldur útgáfufagnað í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld þar sem þrír höfundar munu lesa úr splúnkunýjum skáldsögum sínum. Menning 2.11.2006 08:30
Ævisaga Guðmundar Finnbogasonar er komin út Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. Menning 1.11.2006 19:00
Snertir furðulítið Framsetning bókarinnar bendir til að sögumaður hafi færst of mikið í fang. Þrátt fyrir að fjalla um einhverja hryllilegustu atburði seinni tíma snertir Ein til frásagnar furðulítið við lesandanum. Menning 1.11.2006 16:30
Listaháskólinn vill þagga niður umdeilt atvik „Mér finnst þetta persónulega ógeðfellt miðað við það sem ég hef lesið og heyrt um atriðið og ég sé engan tilgang með þessu,“ segir Randver Þorláksson, formaður félags íslenskra leikara, um gjörning sem framkvæmdur var í Fræði og framkvæmd, námi sem er hluti af námi í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Menning 1.11.2006 13:15
Færeyskir meistarar Nýlega var tilkynnt að Deutsche Bank ætti fimmtíu þúsund myndlistarverk: íslensku bankarnir eiga eitthvað færri og flest eru eftir íslenska listamenn, en um helgina var opnuð sýning í aðalsal gamla Landsbankans í Austurstræti á verkum þriggja færeyskra meistara. Menning 31.10.2006 13:30
Kvikur pallíettufoss á gafli húss Ung kona sem hér hefur starfað um hríð tekur þátt í vakningu myndlistarmanna þessa dagana með óvenjulegum hætti. Hún hefur gert veggmynd á gaflinn á Bankastræti 6 úr pallíettum. Verkið kallar Theresa Himmer Sequinfall og vísar þar til vakningarhátíðar starfssystkina sinna Sequences. Menning 26.10.2006 11:15
Ljóðabókaflóð Bjarts Hjá Bjarti hafa nýlega komið út þrjár glæsilegar ljóðabækur, sannkallað ljóðabókaflóð í lok október. Af því tilefni verður haldin ljóðahátíð á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, í kvöld 25. október, klukkan 20.00, þar sem lesið verður upp úr þessum nýju dúndurbókum. Menning 25.10.2006 11:15
Ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson Hvíslað er um það í bókabransanum að bókmenntatíðindi ársins verði útgáfa nýrrar ljóðabókar eftir Hannes Pétursson skáld. Forleggjarar Hannesar eru um þessar mundir Edda - miðlun og útgáfa, en þar á bæ eru menn orðvarir og vilja ekki mikið tjá sig um nýtt ljóðasafn Hannesar. Menning 22.10.2006 17:00
Loftskip frá Óskari Óskar Árni Óskarsson rithöfundur, þýðandi og bókavörður sendir frá sér sína níundu ljóðabók, Loftskip, um þessar mundir. Höfundurinn hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990-1994. Ljóð eftir Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum tímaritum og sýnisbókum, íslenskum sem erlendum. Menning 22.10.2006 16:00
Labb um Listasafn Tveir forkólfar nýja málverksins, Hallgrímur Helgason og Helgi Þorgils Friðjónsson, sem báðir eiga sér djúpar rætur í sígildum sniðum myndlistarinnar fylgja gestum Listasafns Íslands um sýninguna „Málverkið eftir 1980“ kl. 14 í dag. Á sýningunni er rakin þróun íslenska málverksins frá upphafi níunda áratugs tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á sýningunni eru á annað hundrað verk eftir 56 listamenn. Sýningarstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur og aðstoðarsýningarstjóri dr. Halldór B. Runólfsson Menning 22.10.2006 15:00
Maðurinn er gestur Lokahnykkurinn á kanadísku menningarhátíðinni í Kópavogi er heimsókn skáldsins Michaels Ondaatje og samræður hans við Gunnþórunni Guðmundsdóttur bókmenntafræðing kl. 13 í dag í Salnum. Á eftir spjalli þeirra verður kvikmynd eftir sögu hans, The English Patient, sýnd. Menning 22.10.2006 13:00
Heillandi og truflandi Skáldin Jesse Ball og Þórdís Björnsdóttir fá góða dóma fyrir sagnasafn sitt Veru & Linus hjá útgáfumálgagninu Publishers Weekly sem gagnrýndi bókina í vikunni. Bókin heitir eftir aðalpersónunum, hinu slóttuga en hrífandi pari, sem býr í næsta landamæralausum heimi þar sem allt getur gerst. Menning 22.10.2006 10:00
Góðir gestir Fjölskylduhátíð verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind í tilefni af Kanadískri menningarhátíð í Kópavogi sem hófst 14. október og lýkur á morgun. Menning 21.10.2006 12:30
Fundin verk eftir Túbals Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna. Menning 21.10.2006 12:15
Vendipunktar Valgerðar Valgerður Hauksdóttir grafíklistamaður sýnir verk sín í sölum Hafnarborgar þessa dagana. Sýningin „Vendipunktar“ ber nafn sitt með rentu en á sýningunni hefur listamaðurinn valið verk sem hafa haft áhrif á þróun hennar. Menning 21.10.2006 11:00
Postulleg kveðja Góður rómur hefur verið gerður að sýningunni Pakkhús postulanna í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, en henni lýkur á morgun. Sýningin markaði upphaf nýrrar sýningarstefnu hússins sem samtímalistasafns en að henni lokinni verður hugað að uppsetningu sýningarinnar „Uncertain States of America – American Art in the 3rd Millennium“ þar sem rjómi bandarískra samtímalistamanna sýnir verk sín. Menning 21.10.2006 09:30
Píramídi ástar og kærleika Snorri Ásmundsson varð nýverið fyrir andlegri vakningu eins og athugult andans fólk hefur tekið eftir. Snorri hefur smíðað fallegan píramída úr plexigleri sem hann kallar “Pyramid of Love”. Snorri hyggst dvelja inni í píramídanum í Lótusstellingunni og biðja um ást og kærleika öllum til handa. Menning 20.10.2006 21:09
Fimmbræðrasaga og meistari Voltaire Nútíma Íslendingum er oft talin trú um að hér á landi hafi fyrr á öldum ríkt fátækleg bókmennt. Jón Oddsson Hjaltalín (1749–1835) var lengst af prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var afkastamikill rithöfundur, sálmaskáld og þýðandi, en aðeins sálmar hans birtust á prenti meðan hann lifði. Menning 19.10.2006 16:30