Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra „Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín. Tíska og hönnun 19.3.2025 07:00
Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. Tíska og hönnun 13.3.2025 13:03
Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Það er ekkert lát á ævintýrum íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Síðustu daga hafa hún og Júnía tvíburasystir hennar notið lífsins í París og fylgst með heitustu tískuhúsum heimsins sýna það helsta í stefnu og straumum tískunnar. Tíska og hönnun 11.3.2025 15:19
Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Útvíðu ljósbláu gallabuxurnar sem Kendrick Lamar klæddist í leikhléi Ofurskálarinnar voru samkvæmt stílista hans í kvennasniði og upphaflega ætlaðar leikaranum Timothée Chalamet. Tíska og hönnun 13.2.2025 16:13
Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri. Tíska og hönnun 13.2.2025 07:03
Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rapparinn Kendrick Lamar vakti vægast sagt athygli og umtal með hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni í fyrradag. Það er mikil hugsun á bak við allt sem hann gerir og var klæðaburður hans þar ekki undanskilinn. Tíska og hönnun 11.2.2025 14:30
Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Áhrifavaldurinn, athafnakonan og fyrrum leikmaður Aftureldingar Brittany Mahomes var að sjálfsögðu mætt á Ofurskálina í fyrradag að styðja manninn sinn Patrick Mahomes sem leikur fyrir Kansas höfðingjana eða Kansas City Chiefs. Þrátt fyrir ósigur eiginmannsins skein Brittany skært í áhorfendastúkunni með demantshálsmen sem kostar rúmlega tíu milljónir. Tíska og hönnun 11.2.2025 11:32
Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Markaðsfræðingurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir er full innblæstri eftir tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Þar tók hún meðal annars þátt í sýningu 66 norður og tók púlsinn á stefnu og straumum tískunnar. Tíska og hönnun 5.2.2025 20:03
Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Alþingi var sett í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í kjölfar eftirminnilegra kosninga 2024. Margir nýir þingmenn mæta til leiks í fyrsta sinn og má skynja eftirvæntingu í loftinu. Eftirfarandi spurning brennur eflaust á einhverjum lesendum: Hverjir klæddust hverju? Tíska og hönnun 4.2.2025 16:18
Halla forseti rokkar svart og hvítt Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna. Tíska og hönnun 4.2.2025 13:33
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. Tíska og hönnun 3.2.2025 12:04
Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára „Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira. Tíska og hönnun 2.2.2025 07:02
Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr sem á von á sínu fyrsta barni hefur gaman að því að klæða sig skemmtilega upp á meðgöngunni. Tanja, sem er sannkölluð ofurskvísa, hefur óspart rokkað glæsileg meðgöngu „lúkk“ undanfarna mánuði þar sem hún leikur sér með þrönga kjóla, samfestinga og magaboli svo eitthvað sé nefnt. Tíska og hönnun 17.1.2025 07:02
Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur. Tíska og hönnun 9.1.2025 16:13
Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Það var mikið um litadýrð á rauða dreglinum í gær þegar stórstjörnur heimsins komu saman á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Hollywood. Tískuunnendur fylgdust spenntir með fatavali stjarnanna sem fellur auðvitað alltaf mis vel í kramið en það var ekki laust við að tískustraumar frá árinu 2010 hafi gert vart við sig. Tíska og hönnun 6.1.2025 11:31
Halla í peysufötum langömmu sinnar Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist peysufötum af langömmu sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur þegar hún ávarpaði þjóðina á nýársdag. Amma hennar var strandakona og var ávallt kölluð Gugga. Tíska og hönnun 3.1.2025 12:59
Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Löngum hefur verið hefð að klæða sig upp á aðfangadag og ýta þjóðsögur um jólaköttinn undir mikilvægi þess. Lífið á Vísi ræddi við nokkra tískuspegúlanta um eftirminnileg jólaklæði og hvaða föt verða fyrir valinu í ár. Virðist rauði þráðurinn vera að þeir sæki meira í þægindin nú en áður. Tíska og hönnun 19.12.2024 07:02
Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Það var líf og fjör í versluninni Húrra í gærkvöldi þegar hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro frumsýndi nýja vörumerkið sitt Lopedro. Tíska og hönnun 17.12.2024 12:01
Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í. Tíska og hönnun 16.12.2024 17:02
Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu. Tíska og hönnun 16.12.2024 14:02
Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska er órjúfanlegur hluti af tilverunni þrátt fyrir að fólk velti sér mis mikið upp úr henni. Íslendingar sækja upp til hópa margir í svarta liti og geta jafnvel verið hræddir við að taka áhættu í klæðaburði en þó eru alltaf einhverjir sem þora og skera sig úr. Lífið á Vísi fór yfir þá Íslendinga sem bera af í klæðaburði og fara alltaf ótroðnar slóðir í fatavali. Þetta eru best klæddu Íslendingarnir árið 2024. Tíska og hönnun 13.12.2024 07:03
Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Sænskur áhrifavaldur og ein áhrifamesta unga athafnakona heims er sökuð um að koma fram við starfsfólk sitt á niðurlægjandi og kúgandi hátt. Fyrrverandi og núverandi starfsfólk Djerf Avenue, fyrirtækis hennar, saka hana um einelti og ógnarstjórnun á vinnustaðnum. Tíska og hönnun 13.12.2024 00:40
Húrrandi stemning í opnun Húrra Tískuunnendur landsins gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar verslunin Húrra opnaði dyrnar að splunkunýrri verslun í Kringlunni. Margt var um manninn og gestir skörtuðu sínum flottustu fötum. Tíska og hönnun 9.12.2024 11:32
Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna. Tíska og hönnun 8.12.2024 11:31