Tónlist

Tveggja milljarða plata Axl Rose kemur loks út

Á mánudaginn kemur nýja platan með Guns N‘ Roses, eða öllu heldur Axl Rose, loksins út. Platan Chinese Democracy er margboðuð, en nú virðist ekkert geta stöðvað útgáfu hennar nema ef til vill heimsendir.

Tónlist

Hafdís Huld í breyttri útgáfu

Bretinn Simon Latham hefur endurhljóðblandað lag Hafdísar Huldar, Tomoko, og verður það gefið út á Tónlist.is næstkomandi mánudag. Lagið verður gefið út erlendis í byrjun næsta árs.

Tónlist

Battle of the Bands að hefjast

Undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands fer fram í Hafnarfirði 18. til 22. nóvember. Sigursveitin tryggir sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem verður haldin á tónleikastaðnum Scala í hjarta Lundúna, Englandi 14. og 15. desember.

Tónlist

Zeppelin-dúett breytir um nafn

Led Zeppelin-goðsagnirnar Jimmy Page og John Paul Jones hafa ákveðið að halda í tónleikaferð um heiminn ásamt syni trommarans Johns Bonham, Jason. Robert Plant verður hins vegar víðs fjarri og því stendur ekki til að notast við nafnið Led Zeppelin. „Án Plants kemur ekki til greina að notast við nafnið. Zeppelin er ekki til án hans,“ segir talsmaður hinnar nýskipuðu sveitar. Leit stendur nú yfir að eftirmanni hans.

Tónlist

Steed Lord í kvikmyndahúsi Stalíns

Hljómsveit Svölu Björgvins og Einars Egilssonar, Steed Lord, kom fram á skemmtistaðnum Gradus í Moskvu í gærkvöldi. Staðurinn var áður einkakvikmyndahús Jósefs Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, en er nú einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarinnar meðal hinna nýríku ólígarka. Ásamt Steed Lord steig Hrafn Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, á stokk með sveitinni og tók með henni tvö eða þrjú lög.

Tónlist

Þjóðverjar veita hjálparhönd

Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records.

Tónlist

Sprengjuhöllin fagnaði í Óperunni

Sprengjuhöllin hélt útgáfutónleika í Íslensku óperunni á þriðjudagskvöld til að fagna útkomu sinnar annarrar plötu, Bestu kveðjur. Hljómsveitin spilaði lög af nýju plötunni í bland við eldra efni við mjög góðar undirtektir. Kynnir kvöldsins var Árni Vilhjálmsson, söngvari í FM Belfast, og sá hljómsveitin Motion Boys um upphitun.

Tónlist

Jóhann fær góða dóma

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson fær 6,7 í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com fyrir sína nýjustu plötu, Fordlândia.

Tónlist

Marco V á árshátíð

Hollenski plötusnúðurinn Marco V spilar á árshátíð Techno.is sem verður haldin á Nasa á laugardaginn. Einnig koma fram þetta kvöld vinsælir íslenskir plötusnúðar.

Tónlist

Árituðu ólöglegar plötur

Hljómsveitin Mezzoforte er nýkomin heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem hún spilaði í fyrsta sinn á ferli sínum. Tónleikahöllin í borginni tekur tvö þúsund manns í sæti og var fullt út úr dyrum.

Tónlist

Íslenskar á by:Larm

Hljómsveitirnar Hjaltalín og Retro Stefson spila á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm sem verður haldin í Ósló í ellefta sinn í febrúar á næsta ári.

Tónlist

Samstarf við Nova Scotia

Fulltrúar frá Nova Scotia-fylki í Kanada sýndu mikinn áhuga á samstarfi við Ísland á tónlistarráðstefnunni Nova Scotia Music Week sem var haldin í Glasgow í Skotlandi á dögunum.

Tónlist

Ágætt að vera Íslendingur

„Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars.

Tónlist

Kynna sína nýjustu plötu

Sprengjuhöllin heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld til að fagna annarri plötu sinni, Bestu kveðjur. Hljómsveitin mun leika lög af nýju plötunni í bland við eldra efni. Fjöldi aukahljóðfæraleikarar mun einnig stíga á stokk.

Tónlist

Erlendir nafnar Lay Low

Lay Low er án efa einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands í dag, auk þess sem erlendir útgefendur slást um krafta hennar. Hún er þó ekki sú eina sem ber þetta sérstæða listamannsnafn því hún á sér að minnsta kosti fjóra nafna úr tónlistarbransaum vestanhafs.

Tónlist

Aðdáendur upp á svið

Rivers Cuomo, forsprakki hljómsveitarinnar Weezer, ætlar að bjóða aðdáendum sínum upp á svið með sér á tónleikum í Kaliforníu 25. nóvember. Cuomo er að kynna sína nýjustu sólóplötu, Alone II, og vill með þessu vekja enn meiri athygli á gripnum.

Tónlist

Leika á Rosenberg

Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg á miðvikudagskvöld kl. 21.

Tónlist

Radiohead er ekki betri

Noel Gallagher, liðsmaður Oasis, er ósáttur þegar gagnrýnendur telja Radiohead vera betri hljómsveit en Oasis eingöngu vegna þess að hún sé tilraunakenndari.

Tónlist

Kreppupönk í áttunda bekk

Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2.

Tónlist

Poetrix predikar úti á landi

„Ég er bara að rúnta um landið, rappa fyrir krakkana og borða núðlur. Fokk kreppa!“ segir rapparinn Poetrix – Sævar Daniel Kolandavelu – sem er búinn að vera eina viku á vegum úti og á tvær vikur eftir enn. Hann og dj-inn og bítboxarinn Siggi Bahamas, eða NENNIsiggi, gera nú víðreist og troða upp á 32 stöðum á landsbyggðinni. Þar skemmta þeir og reyna að hafa jákvæð áhrif á krakkana.

Tónlist

Framlag May í ruslið

Axl Rose, forsprakki Guns "N" Roses, hefur hætt við að nota framlag Brians May, gítarleikara Queen, til plötunnar Chinese Democracy. May var aðalgítarleikari í laginu Catcher N" The Rye en á endanum var framlagi hans hent í ruslið. „Þetta er synd því ég lagði mikla vinnu í þetta og var stoltur af minni þátttöku," sagði May. „En ég get alveg skilið ef Axl vill gefa út plötu sem endurspeglar verk þeirra sem eru í hljómsveitinni hans í dag."

Tónlist

Grohl með Prodigy

Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, spilar á trommur í laginu Run With Wolves á nýrri plötu Prodigy, Invaders Must Die. Grohl gerði garðinn frægan sem trommari Nirvana og eftir að sú sveit hætti hefur hann verið duglegur við að taka í kjuðana með öðrum sveitum. Má þar nefna Queens of the Stone Age og Probot.

Tónlist

Segjast vera finnskir

Rokkhljómsveitin Noise ætlar að stinga hausnum í kjaft breska ljónsins og spila þar á fimm tónleikum. Túrinn hefst í kvöld í Donchester. „Við erum nú bara að pæla í að kynna okkur sem band frá Finnlandi,“ segir Stefán Vilberg, bassaleikari Noise. „Þetta eru víst svaðalegar skítabúllur, til dæmis sú í Grimsby. Maður tekur engar óþarfa áhættur.“

Tónlist

Litlir kassar orðnir tómir kassar

Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar“. Núna heitir það „Tómir kassar“ og er á leið í spilun.

Tónlist

Neikvæð orka hressir

Fjórða plata Singapore Sling er komin út og heitir Perversity, Desperation and Death, Öfuguggaháttur, örvænting og dauði. „Þetta eru þau þrjú atriði sem hressa mig alltaf við, sama hvað á bjátar," segir Henrik Björnsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar.

Tónlist

Johnny á laugardag

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Johnny and the Rest sem áttu að vera á föstudag hafa verið færðir yfir á laugardagskvöld vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Tónlist

Foo Fighters besta sveitin

Foo Fighters var kjörin hljómsveit ársins á verðlaunahátíð tímaritsins Classic Rock sem var haldin í London. Á sama tíma fagnaði tímaritið tíu ára afmæli sínu.

Tónlist

Hæfileikar, fegurð og fágun

Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós,“ segir í umsögninni.

Tónlist

Samdi lag fyrir Obama

Tónlistarmaðurinn Will.i.am hefur gefið út nýtt lag og myndband til að fagna kjöri Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna. Lagið nefnist It"s A New Day og eyddi Will kosninganóttinni í að ljúka við lagið.

Tónlist