„Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. október 2025 21:02 Thelma Sigrún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Besta heilræði sem ég hef fengið er að vera trú sjálfri mér og ekki leyfa neinum að hafa áhrif á það hvað ég vil gera,“ segir Thelma Sigrún Thorarensen ungfrú Reykjanesbær. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Thelma Sigrún Thorarensen Aldur: Ég er 17 ára en verð 18 ára í nóvember. Starf eða skóli: Ég er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er að útskrifast í vor. Með skóla vinn ég einnig í púlsuvagninum í Keflavík. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem hugmyndaríkri, jákvæðri og metnaðarfullri. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég kann að spila á fiðlu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég myndi segja að mamma mín væri helsta fyrirmynd í lífinu mínu. Frábæra konan í lífinu mínu sem hefur veitt mér stuðning og umhyggju allt mitt líf, og hér væri ég ekki án hennar. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru bæði áskoranirnar sem ég hef þurft að takast á við og fólkið sem hefur stutt mig. Að hafa fengið gagnrýni og jafnvel neikvæð orð um mig þegar ég var yngri hefur gert mig sterkari og kennt mér að standa með sjálfri mér. Á sama tíma hafa fjölskylda og vinir alltaf hvatt mig áfram og hjálpað mér að trúa á sjálfa mig, sem hefur mótað mig í þá manneskju sem ég er í dag. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Stærsta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er neikvæð sjálfsmynd. Þegar fólk í kringum mig taldi mig vera „pirrandi“, gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna og hætta að vera svona „skrýtin“. Þetta hafði neikvæð áhrif á mig og ég var mjög óörugg og átti erfitt með að tala við nýtt fólk. Þetta var einangrandi, sérstaklega á tímum þegar ég var að reyna að finna sjálfa mig. En ég tók þá ákvörðun að hætta að láta orð annarra hafa áhrif á hvernig ég sé mig. Þetta var ekki auðvelt, en að fá stuðning frá fjölskyldu og vinum hjálpaði töluvert. Með tímanum byrjaði ég að eiga auðveldara með að tala fyrir framan aðra og setja mig í aðstæður sem ég þurfti að vera opin. Eitt sem mér finnst mikilvægt að hafa í huga er að það er ekki mitt hlutverk að uppfylla óraunhæfar hugmyndir annarra. Nú er ég að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen og það finnst mér vera sönnun á því að þú getur gert hvað sem er ef þú ætlar þér það, og ef ég get þetta, þá getur þú líka! Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa opnað mig meira, byggt upp sjálfstraustið mitt og stigið út fyrir þægindarammann. Ég er líka mjög stolt af mér fyrir að taka þátt í þessari keppni. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín og vinir sem standa við hliðina á mér og veita mér stuðning og hlýju. Það er líka mikil gæfa að finna tilgang í því sem ég geri, að vakna á morgnana með tilfinningu um að lífið hafi merkingu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég reyni að takast á við stress og álag með því að finna jafnvægi í daglegu lífi. Mér finnst geggjað að fara út að ganga eða hlusta á tónlist til að róa hugann. Það hjálpar mér líka mikið að skrifa niður það sem ég þarf að gera, setja verkefnin í forgang og klára eitt í einu í stað þess að hugsa um allt í einu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að vera trú sjálfri mér og ekki leyfa neinum að hafa áhrif á það hvað ég vil gera. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Læknir skrifaði á mig of stóran skammt af lyfjum þegar ég var á Akureyri að skíða með fjölskyldunni. Daginn eftir, þegar ég sat í lyftunni, fékk ég skyndilega gríðarlegan sársauka í maga og baki og gat ekki hreyft mig fyrir sársauka. Þegar við komum upp á fjallið lagðist ég niður og gat ekki staðið upp. Þá komu sjúkraliðar, settu mig í sleða og skíðuðu með mig niður brekkuna. Ég var síðan flutt með sjúkrabíl á spítala. Sem betur fer kom í ljós að þetta voru aðeins aukaverkanir af lyfjunum, en ekki neitt alvarlegt, þó að upplifunin hafi verið mjög ógnvekjandi. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, reyndar ekki, hann er allavega ennþá leyndur fyrir mér. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heiðarleiki og jákvæðni einstaklega heillandi í fari fólks. Þegar fólk er hreinskilið er auðveldara að byggja upp traust og samskipti eru bæði auðveldari og þægilegri. Jákvæðni gerir umhverfið skemmtilegra og veitir mér innblástur til að sjá björtu hliðarnar á hlutunum. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar einhver dregur aðra niður til að byggja sig upp, því það skapar slæma stemningu og vantraust í kringum sig. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern sem mér þykir vænt um. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég mig ferðast helling um heiminn og upplifa nýja hluti, búa í fallegu húsi með manni, börnum og hundi, auðvitað! Ég sé mig líka vera búin að gera meira í fyrirsætustörfum og ég mun stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er sushi, sérstaklega eldfjallarúllan á Sushi Social – veit ekki um neitt betra. Hvaða lag tekur þú í karaoke? Kelly Clarkson: Since U Been Gone – uppáhalds karaoke-lagið! Minnir mig alltaf á Pitch Perfect. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Frægasti einstaklingurinn sem ég hef hitt er Alexander Rybak, þegar ég var á fiðlunámskeiði hjá Grétu Salóme og hann var gestakennari. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég mun alltaf velja að eiga samskipti í eigin persónu. Að tala í gegnum skilaboð getur stundum verið ruglandi þar sem ég veit stundum ekki hvað er nákvæmlega verið að meina, en að tala í persónu gerist það ekki. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndir þú gera við peningana? Það fyrsta sem ég myndi gera er að setja hluta af peningunum í sparnað og fjárfestingu. Aðallega myndi ég vilja styrkja góðgerðarmál því mér finnst mikilvægt að nota tækifæri til að hjálpa öðrum. Ég myndi líka nota hluta til að ferðast og sjá heiminn. Mig hefur alltaf langað í heimreisu, þannig að það væri hluti af því. Að lokum myndi ég nýta hluta til að fjárfesta í mínu eigin fyrirtæki. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á þessari keppni er hversu uppbyggjandi hún er og reynslan sem maður fær. Mig langaði einnig að upplifa nýja hluti og kynnast frábærum hópi stelpna. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í gegnum Ungfrú Ísland Teen ferlið hef ég lært ótrúlega mikið um sjálfa mig og hvað ég get þegar ég treysti á sjálfa mig. Ég hef lært að stíga út fyrir þægindarammann, standa á sviði og vera örugg með sjálfa mig. Sjálfstraust og jákvæðni skipta miklu máli. Ég hef líka kynnst frábæru fólki og séð hversu mikilvægt er að styðja aðrar stelpur í stað þess að bera sig saman við þær. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Það er andleg heilsa, sérstaklega hjá ungu fólki. Mér finnst mikilvægt að tala meira opinbert um kvíða, þunglyndi og pressuna sem fylgir því að vera ung og vilja passa í hópinn. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ég tel að Ungfrú Ísland Teen þurfi fyrst og fremst að vera sjálfsörugg, jákvæð og uppbyggjandi, því hlutverk hennar er að vera fyrirmynd fyrir aðra. Mér finnst mikilvægt að geta talað skýrt, tjáð skoðanir og tilfinningar á jákvæðan hátt, hlusta á aðra og sýna þeim virðingu. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ástæðan fyrir því að ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen er vegna þess að mér finnst þetta einstakt tækifæri til að vaxa sem manneskja og vera fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur. Ég vil sýna að það er hægt að fylgja draumunum sínum, prófa nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann. Ég vil nota röddina mína til að hafa jákvæð áhrif og hvetja aðra til að trúa á sjálfa sig. Fyrir mér snýst þetta ekki bara um titilinn heldur líka um reynslu, tengsl og tækifæri sem ég get tekið með mér inn í framtíðina. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það sem greinir mig frá öðrum keppendum er að ég legg alltaf áherslu á að vera algjörlega ég sjálf. Ég met einlægni og jákvæðni í öllu sem ég geri, og þó ég hafi mikinn metnað skiptir mig einnig máli að lyfta öðrum upp og skapa jákvæðan anda í kringum mig. Styrkleiki minn liggur í að sameina sjálfstraust, seiglu og hlýju, svo ég geti bæði staðið sterkt fyrir sjálfri mér og verið fyrirmynd sem gefur öðrum innblástur. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Eitt af stærstu vandamálum sem mín kynslóð stendur frammi fyrir er mikill samanburður og pressa á samfélagsmiðlum. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmynd og andlega heilsu margra, sérstaklega ungs fólks sem er að finna sjálfan sig. Við þurfum að læra að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum, sleppa fullkomnunaráráttunni og leggja meiri áherslu á raunveruleg tengsl og vellíðan. Hvernig mætti leysa það? Til að leysa þetta vandamál held ég að mikilvægt sé að tala meira um andlega heilsu og áhrif samfélagsmiðla. Skólakerfið og samfélagið ættu að leggja meiri áherslu á fræðslu um sjálfsmynd, jákvæð samskipti og kenna ungu fólki að það sem þú sérð á netinu er ekki alltaf raunveruleikinn. Við þurfum einnig að nota samfélagsmiðla á meðvitaðan og heilbrigðan hátt – minna af samanburði og meira af stuðningi og hvatningu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast miklu meira um sjálfstraust, persónulegan þroska og tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Þetta er líka frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki, prófa sig áfram og opna dyr að fleiri verkefnum í framtíðinni. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ „Mamma mín er mín helsta fyrirmynd í lífiu. Hún hefur alltaf sýnt mér björtu hliðarnar á hlutunum og stendur með mér í öllu,“ segir Amelía Ósk Atladóttir ungfrú Eyrarbakki. 20. október 2025 12:31 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Thelma Sigrún Thorarensen Aldur: Ég er 17 ára en verð 18 ára í nóvember. Starf eða skóli: Ég er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er að útskrifast í vor. Með skóla vinn ég einnig í púlsuvagninum í Keflavík. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem hugmyndaríkri, jákvæðri og metnaðarfullri. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég kann að spila á fiðlu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég myndi segja að mamma mín væri helsta fyrirmynd í lífinu mínu. Frábæra konan í lífinu mínu sem hefur veitt mér stuðning og umhyggju allt mitt líf, og hér væri ég ekki án hennar. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru bæði áskoranirnar sem ég hef þurft að takast á við og fólkið sem hefur stutt mig. Að hafa fengið gagnrýni og jafnvel neikvæð orð um mig þegar ég var yngri hefur gert mig sterkari og kennt mér að standa með sjálfri mér. Á sama tíma hafa fjölskylda og vinir alltaf hvatt mig áfram og hjálpað mér að trúa á sjálfa mig, sem hefur mótað mig í þá manneskju sem ég er í dag. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Stærsta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er neikvæð sjálfsmynd. Þegar fólk í kringum mig taldi mig vera „pirrandi“, gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna og hætta að vera svona „skrýtin“. Þetta hafði neikvæð áhrif á mig og ég var mjög óörugg og átti erfitt með að tala við nýtt fólk. Þetta var einangrandi, sérstaklega á tímum þegar ég var að reyna að finna sjálfa mig. En ég tók þá ákvörðun að hætta að láta orð annarra hafa áhrif á hvernig ég sé mig. Þetta var ekki auðvelt, en að fá stuðning frá fjölskyldu og vinum hjálpaði töluvert. Með tímanum byrjaði ég að eiga auðveldara með að tala fyrir framan aðra og setja mig í aðstæður sem ég þurfti að vera opin. Eitt sem mér finnst mikilvægt að hafa í huga er að það er ekki mitt hlutverk að uppfylla óraunhæfar hugmyndir annarra. Nú er ég að taka þátt í Ungfrú Ísland Teen og það finnst mér vera sönnun á því að þú getur gert hvað sem er ef þú ætlar þér það, og ef ég get þetta, þá getur þú líka! Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa opnað mig meira, byggt upp sjálfstraustið mitt og stigið út fyrir þægindarammann. Ég er líka mjög stolt af mér fyrir að taka þátt í þessari keppni. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fjölskyldan mín og vinir sem standa við hliðina á mér og veita mér stuðning og hlýju. Það er líka mikil gæfa að finna tilgang í því sem ég geri, að vakna á morgnana með tilfinningu um að lífið hafi merkingu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég reyni að takast á við stress og álag með því að finna jafnvægi í daglegu lífi. Mér finnst geggjað að fara út að ganga eða hlusta á tónlist til að róa hugann. Það hjálpar mér líka mikið að skrifa niður það sem ég þarf að gera, setja verkefnin í forgang og klára eitt í einu í stað þess að hugsa um allt í einu. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að vera trú sjálfri mér og ekki leyfa neinum að hafa áhrif á það hvað ég vil gera. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Læknir skrifaði á mig of stóran skammt af lyfjum þegar ég var á Akureyri að skíða með fjölskyldunni. Daginn eftir, þegar ég sat í lyftunni, fékk ég skyndilega gríðarlegan sársauka í maga og baki og gat ekki hreyft mig fyrir sársauka. Þegar við komum upp á fjallið lagðist ég niður og gat ekki staðið upp. Þá komu sjúkraliðar, settu mig í sleða og skíðuðu með mig niður brekkuna. Ég var síðan flutt með sjúkrabíl á spítala. Sem betur fer kom í ljós að þetta voru aðeins aukaverkanir af lyfjunum, en ekki neitt alvarlegt, þó að upplifunin hafi verið mjög ógnvekjandi. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, reyndar ekki, hann er allavega ennþá leyndur fyrir mér. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heiðarleiki og jákvæðni einstaklega heillandi í fari fólks. Þegar fólk er hreinskilið er auðveldara að byggja upp traust og samskipti eru bæði auðveldari og þægilegri. Jákvæðni gerir umhverfið skemmtilegra og veitir mér innblástur til að sjá björtu hliðarnar á hlutunum. En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar einhver dregur aðra niður til að byggja sig upp, því það skapar slæma stemningu og vantraust í kringum sig. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern sem mér þykir vænt um. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég mig ferðast helling um heiminn og upplifa nýja hluti, búa í fallegu húsi með manni, börnum og hundi, auðvitað! Ég sé mig líka vera búin að gera meira í fyrirsætustörfum og ég mun stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er sushi, sérstaklega eldfjallarúllan á Sushi Social – veit ekki um neitt betra. Hvaða lag tekur þú í karaoke? Kelly Clarkson: Since U Been Gone – uppáhalds karaoke-lagið! Minnir mig alltaf á Pitch Perfect. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Frægasti einstaklingurinn sem ég hef hitt er Alexander Rybak, þegar ég var á fiðlunámskeiði hjá Grétu Salóme og hann var gestakennari. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég mun alltaf velja að eiga samskipti í eigin persónu. Að tala í gegnum skilaboð getur stundum verið ruglandi þar sem ég veit stundum ekki hvað er nákvæmlega verið að meina, en að tala í persónu gerist það ekki. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndir þú gera við peningana? Það fyrsta sem ég myndi gera er að setja hluta af peningunum í sparnað og fjárfestingu. Aðallega myndi ég vilja styrkja góðgerðarmál því mér finnst mikilvægt að nota tækifæri til að hjálpa öðrum. Ég myndi líka nota hluta til að ferðast og sjá heiminn. Mig hefur alltaf langað í heimreisu, þannig að það væri hluti af því. Að lokum myndi ég nýta hluta til að fjárfesta í mínu eigin fyrirtæki. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn á þessari keppni er hversu uppbyggjandi hún er og reynslan sem maður fær. Mig langaði einnig að upplifa nýja hluti og kynnast frábærum hópi stelpna. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í gegnum Ungfrú Ísland Teen ferlið hef ég lært ótrúlega mikið um sjálfa mig og hvað ég get þegar ég treysti á sjálfa mig. Ég hef lært að stíga út fyrir þægindarammann, standa á sviði og vera örugg með sjálfa mig. Sjálfstraust og jákvæðni skipta miklu máli. Ég hef líka kynnst frábæru fólki og séð hversu mikilvægt er að styðja aðrar stelpur í stað þess að bera sig saman við þær. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Það er andleg heilsa, sérstaklega hjá ungu fólki. Mér finnst mikilvægt að tala meira opinbert um kvíða, þunglyndi og pressuna sem fylgir því að vera ung og vilja passa í hópinn. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ég tel að Ungfrú Ísland Teen þurfi fyrst og fremst að vera sjálfsörugg, jákvæð og uppbyggjandi, því hlutverk hennar er að vera fyrirmynd fyrir aðra. Mér finnst mikilvægt að geta talað skýrt, tjáð skoðanir og tilfinningar á jákvæðan hátt, hlusta á aðra og sýna þeim virðingu. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ástæðan fyrir því að ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen er vegna þess að mér finnst þetta einstakt tækifæri til að vaxa sem manneskja og vera fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur. Ég vil sýna að það er hægt að fylgja draumunum sínum, prófa nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann. Ég vil nota röddina mína til að hafa jákvæð áhrif og hvetja aðra til að trúa á sjálfa sig. Fyrir mér snýst þetta ekki bara um titilinn heldur líka um reynslu, tengsl og tækifæri sem ég get tekið með mér inn í framtíðina. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það sem greinir mig frá öðrum keppendum er að ég legg alltaf áherslu á að vera algjörlega ég sjálf. Ég met einlægni og jákvæðni í öllu sem ég geri, og þó ég hafi mikinn metnað skiptir mig einnig máli að lyfta öðrum upp og skapa jákvæðan anda í kringum mig. Styrkleiki minn liggur í að sameina sjálfstraust, seiglu og hlýju, svo ég geti bæði staðið sterkt fyrir sjálfri mér og verið fyrirmynd sem gefur öðrum innblástur. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Eitt af stærstu vandamálum sem mín kynslóð stendur frammi fyrir er mikill samanburður og pressa á samfélagsmiðlum. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmynd og andlega heilsu margra, sérstaklega ungs fólks sem er að finna sjálfan sig. Við þurfum að læra að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum, sleppa fullkomnunaráráttunni og leggja meiri áherslu á raunveruleg tengsl og vellíðan. Hvernig mætti leysa það? Til að leysa þetta vandamál held ég að mikilvægt sé að tala meira um andlega heilsu og áhrif samfélagsmiðla. Skólakerfið og samfélagið ættu að leggja meiri áherslu á fræðslu um sjálfsmynd, jákvæð samskipti og kenna ungu fólki að það sem þú sérð á netinu er ekki alltaf raunveruleikinn. Við þurfum einnig að nota samfélagsmiðla á meðvitaðan og heilbrigðan hátt – minna af samanburði og meira af stuðningi og hvatningu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast miklu meira um sjálfstraust, persónulegan þroska og tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Þetta er líka frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki, prófa sig áfram og opna dyr að fleiri verkefnum í framtíðinni.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ „Mamma mín er mín helsta fyrirmynd í lífiu. Hún hefur alltaf sýnt mér björtu hliðarnar á hlutunum og stendur með mér í öllu,“ segir Amelía Ósk Atladóttir ungfrú Eyrarbakki. 20. október 2025 12:31 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
„Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ „Mamma mín er mín helsta fyrirmynd í lífiu. Hún hefur alltaf sýnt mér björtu hliðarnar á hlutunum og stendur með mér í öllu,“ segir Amelía Ósk Atladóttir ungfrú Eyrarbakki. 20. október 2025 12:31
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið