Tónlist

Kærastarnir algjörar hetjur að bíða heima

Þær Alma, Klara, Emilía og Steinunn eru ekki beint venjulegar stúlkur á þrítugsaldri. Á rúmum sex mánuðum hafa stöllurnar komið fram sjö sinnum á stærsta leikvangi Bretlands, Wembley, og fjörið er bara rétt að byrja. Nylon, litla hljómsveitin sem margir höfðu ekki trú á, virðist vera búin að sýna sig og sanna.

Tónlist

Jónas og Kristinn í Salnum

Þeir félagar Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson verða með ljóðatónleika í Salnum á laugardag kl. 16. Ljóðatónleikar þeirra hafa löngum verið hápunktur í starfi Salarins og hafa þeir verið duglegir að koma fram, eiga sér dyggan aðdáendahóp sem sækir alla þeirra tónleika enda er frammistaða þeirra rómuð á þessum heimilislegu tónleikum.

Tónlist

Hugarsmíð Simons Cowell slær í gegn

X Factor-keppnin hefst á Íslandi á morgun. Þótt keppnin eigi sér ekki langa sögu nýtur hún mikilla vinsælda um allan heim enda er bryddað upp á þeirri nýjung að dómarar eru ekki síður í keppni innbyrðis en þátttakendurnir sjálfir.

Tónlist

Halli í tónleikaferð

Trúbadorinn Halli Reynis er að senda frá sér sína sjöundu plötu sem nefnist Fjögurra manna far. Er hún gefin út á vegum Músík ehf. og er þetta í fyrsta sinn sem Halli gerir útgáfusamning á ferli sínum. Í tilefni plötunnar ætlar hann að halda einn með gítarinn í tónleikaferð sem byrjar í kvöld á Græna hattinum á Akureyri. Nánari upplýsingar um tónleikaferðina má fá á Hallireynis.com.

Tónlist

Guðrún í Fríkirkjunni

Útgáfutónleikar söngkonunnar Guðrúnar Árnýjar verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld klukkan 20.00. Þar flytur Guðrún lög af fyrstu sólóplötu sinni, Eilíft augnablik, sem kom út nú í vikunni.

Tónlist

Gerðu barnaplötu sem lokaverkefni

Félagarnir Halli og Heiðar úr rokksveitinni Botnleðju hafa gefið út barnaplötuna Pollapönk. Þetta er fyrsta barnaplatan sem þeir gera í sameiningu en áður hafði Halli gefið út plötuna Hallilúja þar sem hann naut aðstoðar ýmissa tónlistarmanna, þar á meðal Heiðars.

Tónlist

Djassað í Dómó

Múlinn er nú sestur að í glæsilegu nýju húsnæði hinna geðþekku lífskúnstnera Kormáks og Skjaldar, Domo í Þingholtsstræti. Í kvöld mæta í spilamennsku þar hressu strákarnir í Prímal Freeman til að halda uppi þéttri stemningu: Helgi Svavar Helgason, Róbert Reynisson, Davíð Þór Jónsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.

Tónlist

17 smáskífulög og 23 myndbönd

Hljómsveitin Depeche Mode hefur gefið út safnplötuna The Best Of Depeche Mode: Volume 1. Platan hefur að geyma 17 smáskífulög sveitarinnar sem flest hver hafa notið mikilla vinsælda undanfarin 25 ár. .

Tónlist

Ævintýralegt ferli hjá Ragnheiði Gröndal

Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar.

Tónlist

Robbie á tónleikum

Breski tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur gefið út DVD-mynddiskinn And Through It All sem hefur að geyma tónleikaupptökur frá árunum 1997 til 2006.

Tónlist

Rass bætist í hópinn

Hljómsveitin Rass og plötusnúðurinn Dj@mundo koma fram á afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll á föstudaginn. Þegar hafði verið tilkynnt um upphitun Múm.

Tónlist

Bætt við tónleikum

Uppselt er á tónleika til minningar um John Lennon sem verða haldnir í Háskólabíói hinn 1. desember. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda tvenna tónleika til viðbótar dagana 2. og 3. desember.

Tónlist

Söng dúett með Bono

Bono, söngvari U2, söng óvænt dúett með Kylie Minogue á tónleikum hennar í Ástralíu. Sungu þau lagið Kids sem Kylie söng upphaflega með Robbie Williams.

Tónlist

Sextán sveitir keppa

Sextán hljómsveitir hafa skráð sig í hina alþjóðlegu hljómsveitarkeppni Global Battle of the Bands sem verður haldin dagana 15.-24. nóvember í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar (TÞM).

Tónlist

Enn til miðar á Sykurmolana!

Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, næstkomandi föstudag þann 17. nóvember. RASS OG Dj@mundo hafa bæst við dagkskrá afmælistónleikanna.

Tónlist

Sakna ekki Robbie

Strákarnir í hinni fornfrægu hljómsveit Take That segjast ekkert sakna Robbie Williams. Þeir Gary Barlow, Howard Donald, Mark Owen og Jason Orange ákváðu að sameina sveitina á ný eftir langa pásu en Robbie Williams, sem hefur náð mestri frægð af þeim öllum, ákvað að vera ekki með.

Tónlist

Micarelli til Íslands

Fiðluleikarinn Lucia Micarelli, sem stal senunni um stund á tónleikum Ian Andersons úr Jethro Tull í Laugardalshöll 23. maí, heldur tónleika á Nasa 9. desember.

Tónlist

Idol-Heiða stjórnar sjónvarpsþætti

Aðalheiður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Heiða úr Idolinu, mun stjórna nýjum tónlistarþætti á Skjá einum í vetur þar sem sýnd verða myndbönd með öllu því nýjasta og vinsælasta í tónlist hverju sinni. „Ég mun verða með upprifjun á gömlu og góðu efni inn á milli þannig að þátturinn ætti að geta höfðað til allra,” segir Heiða og bætir því við að þátturinn verði hálftímalangur á hverju föstudagskvöldi.

Tónlist

Frábær byrjun á nýjasta tónleikastaðnum í borginni

Nýja viðbótin á verslunarmarkaðnum, Liborius við Mýrargötu, hefur gefið sig út fyrir að vera ekki bara fataverslun. Það var aldeilis sýnt og sannað á laugardaginn en þá hélt Daníel Ágúst Haraldsson tónleika inni í búðinni með fullskipaða hljómsveit.

Tónlist

Fleiri gesti – takk

Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir.

Tónlist

Ásgerður syngur lög Magnúsar Blöndal

Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður.

Tónlist

Bara tveir eftir í múm

Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes.

Tónlist

FLEX music með dansveislu

Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið og spilar 1.desember á NASA við Austurvöll.

Tónlist

Hiphop á Barnum

Fyrstu tónleikarnir í mánaðarlegu tónleikahaldi Triangle Productions á Barnum verða haldnir í kvöld. Hiphop verður á efnisskránni í kvöld og koma fram Beatmakin Troopa, Steve Samplin, Rain og Agzilla.

Tónlist

Tómas og kó í Dómó

Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom.

Tónlist

Syngur Thriller

Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun flytja lagið Thriller á heimstónlistarverðlaunahátíðinni sem verður haldin í London í næstu viku. Þetta verður í fyrsta sinn í níu ár sem Jackson treður upp í Bretlandi.

Tónlist

Orð má finna

Fjórða breiðskífa Í svörtum fötum kemur út í dag en hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1998. Á þessari plötu sem heitir Orð má finna 12 ný lög sem öll eru samin af strákunum í hljómsveitinni og þess má einnig geta að þeir sáu sjálfir um stjórn upptöku og útsetningar.

Tónlist

Fjölbreytt stemning á nýrri plötu

Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu.

Tónlist