Algjört prump 15. desember 2006 12:00 Aðdáendur þáttanna geta ekki einu sinni réttlætt sorann á þessari plötu. Tónlistin fer inn um eitt eyrað og út um hitt, eins og gestur sem maður er feginn að kveðja og vill aldrei sjá aftur. Stjörnur: 4 Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt. Hér er á ferðinni dæmigerð rokktónlist með tilheyrandi harðn-eskju, gólum, þungum bassa, krispí trommum, tærum en rifnum gítarriffum og fjöri. Sagt hefur verið að diskurinn hafi verið klár löngu áður en úrslit voru kunn í þættinum, en ég nenni ekki að trúa því. Það er skemmst frá því að segja að þessi diskur er ekki góður. Tónlistin er ótrúlega óspennandi og hafa þessi gömlu rokk-grey greinilega ekki vott af frumleika eftir í blóðinu. Í hljómsveit þar sem allir þurfa að vera stjörnur, er ekki nein liðsheild og það heyrist svo sannarlega í öllum lögum plötunnar, nema kannski laginu Headspin sem verður á köflum einlægt og ákveðið. Útsetningar Gilby Clark eru svo sem mjög fagmannlegar en ekki í takt við neinn almennilegan tíðaranda. Lukas Rossi er leiðindasöngvari. Hann er gjarn á að væla textana sína í stað þess að syngja þá og tilgerðin hreinlega drýpur af honum. Hann minnir mig einna helst á pervisnu geldingana sem sýndir voru í kvikmyndinni Amadeus. Ýmis fólskuleg upptökutækni er notuð við gerð laganna, en útkoman verður einhver ofhlaðinn hræringur. Ekki kaupa þennan disk, plís. Mér líður eins og einhver hafi rekið við í eyrað á mér. Dóri DNA . Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rockstar Supernova ættu allir landsmenn að þekkja en hérna er á ferðinni hljómsveitin úr raunveruleikaþáttunum vinsælu. Það var Lukas Rossi sem fór með sigur af hólmi og þurfti hann Magni okkar að bíta í súrt. Hér er á ferðinni dæmigerð rokktónlist með tilheyrandi harðn-eskju, gólum, þungum bassa, krispí trommum, tærum en rifnum gítarriffum og fjöri. Sagt hefur verið að diskurinn hafi verið klár löngu áður en úrslit voru kunn í þættinum, en ég nenni ekki að trúa því. Það er skemmst frá því að segja að þessi diskur er ekki góður. Tónlistin er ótrúlega óspennandi og hafa þessi gömlu rokk-grey greinilega ekki vott af frumleika eftir í blóðinu. Í hljómsveit þar sem allir þurfa að vera stjörnur, er ekki nein liðsheild og það heyrist svo sannarlega í öllum lögum plötunnar, nema kannski laginu Headspin sem verður á köflum einlægt og ákveðið. Útsetningar Gilby Clark eru svo sem mjög fagmannlegar en ekki í takt við neinn almennilegan tíðaranda. Lukas Rossi er leiðindasöngvari. Hann er gjarn á að væla textana sína í stað þess að syngja þá og tilgerðin hreinlega drýpur af honum. Hann minnir mig einna helst á pervisnu geldingana sem sýndir voru í kvikmyndinni Amadeus. Ýmis fólskuleg upptökutækni er notuð við gerð laganna, en útkoman verður einhver ofhlaðinn hræringur. Ekki kaupa þennan disk, plís. Mér líður eins og einhver hafi rekið við í eyrað á mér. Dóri DNA .
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira