Veður

Ill­viðri miðað við árs­tíma

Næstu daga er útlit fyrir óvenjulegt illviðri miðað við árstíma. Gul viðvörun er í gildi þar til á miðnætti 5. júní miðvikudag. Hvatt er til þess að huga að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geti verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Veður

Regnsvæði á leið yfir landið

Regnsvæði er nú á leið austur yfir land í morgunsárið, í kjölfarið á því styttir upp og það léttir til norðaustan- og austanlands eftir hádegi. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að næstu daga sé suðvestanátt í kortunum, upp í stinningskalda eða allhvassan vind norðvestantil í dag.

Veður

Vætan minnkar smám saman og birtir til

Í nótt var rigning eða súld nokkuð víða á landinu. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að vætan sé nú smám saman að minnka. Það verði væntanlega þurrt að kalla eftir hádegi og birti jafnvel upp um tíma vestanlands. Vindurinn í dag verður fremur hægur, úr norðvestri eða vestri.

Veður

Skýjað og dá­lítil væta í dag

Í dag má búast við hægri og breytilegri vindátt. Þá verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur svo fram að í kvöld komi úrkomubakki inn á vestanvert landið með rigningu og súld og vestan fimm til tíu metrar á sekúndu. Þá fer aðeins að hreyfa vind.

Veður

Um 18 stig á Norð­austur­landi í dag

Í dag verður suðaustanátt og þrír til tíu metrar á sekúndu. Það væri verið skýjað og sums staðar lítilsháttar væta eða stöku skúrir en bjart með köflum norðaustanlands. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að þar sem að vindur er hægari í dag en í gær sé líklegt að hafgolan nái sér á strik á Norðausturlandi.

Veður

Lík­lega síðasta veðurviðvörunin í bili

Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Enn er í gildi gul veðurviðvörun á Breiðafirði og Miðháheldi. Það gæti orðið vel hlýtt á norðausturlandi í dag. 

Veður

Fremur vætu­samt um sunnan- og vestan­vert landið

Hægt minnkandi lægð er nú nærri kyrrstæð skammt vestur af landinu og beinir suðlægum áttum til landsins. Gera má ráð fyrir að verði fremur vætusamt um landið sunnan- og vestanvert, en lengst af þurrt og bjart fyrir norðan og austan.

Veður

Vindur tals­vert hægari en í gær

Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu.

Veður

Víða gola og dá­lítil væta

Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag þar sem verður suðlæg eða breytileg átt. Víða má reikna með golu eða kalda og dálítilli vætu, en yfirleitt þurrt um landið austanvert.

Veður

Létt­skýjað í dag en von á nýrri lægð á morgun

Í dag er hæð suðaustur af landinu sem er á leið austur. Það er því hægviðri á sunnanverðu landinu í dag en suðvestan 5 til 13 metrar á sekúndu bæði norðan- og norðvestanlands. Hvassast er á annesjum er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Veður

Líkur á stöku skúrum eða slyddu­éljum fram eftir degi

Háþrýstisvæði á Grænlandshafi og lægð fyrir norðan land beinir nú vestlægri átt til landsins og má reikna með að víða verði gola eða kaldi í dag. Léttskýjað verður á Suðausturlandi, en bjart með köflum annars staðar og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi.

Veður

Búast má við slyddu

Lægð vestur af landinu beinir suðlægri átt, víða 5 til 10 metrum á sekúndu, til landsins með skúrum. Loftmassinn yfir landinu er svalur og óstöðugur og því ætti ekki að koma að óvart þó sumir skúrirnir verði á formi slydduélja.

Veður

Rigning með köflum víðast hvar

Lægðasvæði suðvestur og vestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga og má gera ráð fyrir rigningu með köflum í dag en þurru fram eftir degi norðaustanlands.

Veður