Viðskipti erlent

Vonbrigði í Færeyjum

Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar.

Viðskipti erlent

Hlutabréf African Bank hríðfalla

African Bank Investments sendi frá sér afkomuviðvörun til Kauphallarinnar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær þar sem varað var við því að tap ársins hjá bankanum gæti orðið allt að 7,6 milljarðar randa (81,4 milljarðar íslenskra króna). Þá var frá því greint að stofnandi og forstjóri bankans, Leon Kirknis, hefði látið af störfum.

Viðskipti erlent

Argentínumenn þurfa að halda áfram að semja

Dómstóll Vestanhafs hefur úrskurðað að viðræður argentínska ríkisins við kröfuhafa sína verði að halda áfram þrátt fyrir að Argentína hafi lýst yfir greiðslufalli. Vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur á argentínska ríkið eru í sumum tilvikum þeir sömu og keypt hafa skuldabréf föllnu bankanna hér á landi.

Viðskipti erlent