Viðskipti erlent

Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar

Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, munu ekki allir endurnýja þá hratt.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 110,5 dollara og hefur lækkað um 1,3% frá því í gærdag. Bandaríska léttolían hefur lækkað nokkuð minna eða um 0,3% og stendur í tæpum 94 dollurum.

Viðskipti erlent

Olíusalan dróst saman um 40%

Olíusala Írans hefur fallið um allt að fjörutíu prósent frá því að vesturveldin hertu á viðskiptaþvingunum á landið fyrir um ári. Þetta staðfestir Rostam Quasemi, olíumálaráðherra Írans, og gefur í skyn að enn meiri samdráttar sé von.

Viðskipti erlent

Ódýrari iPhone á leiðinni

Svo gæti farið að ný og ódýrari útgáfa af iPhone snjallsímanum komi á markað seinna á þessu ári. Síðustu mánuði hefur tæknirisinn Apple staðið í ströngu við að halda í við keppinauta sína um yfirráð á snjallsíma-markaðinum.

Viðskipti erlent

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af Kambódíu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að mikill vöxtur efnahagslífsins í Kambódíu undanfarin misseri, muni snúast upp í mikil vandamál. Ástæðan er ör vöxtur, en lán banka til fyrirtækja í einkageiranum hafa aukist um þriðjung á einu ári, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun.

Viðskipti erlent

Hreinn hagnaður Alcoa rúmir 8 milljarðar

Hreinn hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, nam 64 milljónum dollara eða rúmlega 8 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þessi hagnaður var í takt við væntingar sérfræðinga.

Viðskipti erlent

Stefnir í methagnað hjá Samsung enn einu sinni

Forsvarsmenn Samsung gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi ársins í fyrra verði 8,3 milljarðar dala, eða sem nemur tælega ellefu hundruð milljörðum króna. Það er methagnaður fyrir einn fjórðung hjá fyrirtækinu, og um 90 prósent meiri hagnaður en fyrirtækið sýndi á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í bönkum hækka um allan heim

Hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa hækkað mikið á mörkuðum í morgun, eftir að ákveðið var að gefa alþjóðlegum bönkum lengri tíma til þess að styrkja efnahag sinn, en tilkynning þess efnis var birt í gær. Samkvæmt fyrstu drögum nefndar á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, sem Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, fer fyrir.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysið stendur í stað

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent.

Viðskipti erlent

App vikunnar

Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma.

Viðskipti erlent