Viðskipti erlent

Grikkir semja um lán

Grikkland hefur náð samkomulagi við erlenda lánadrottna sína í Evrópu um frest til að mæta niðurskurðarmarkmiðum sínum. Niðurskurður í ríkisútgjöldum Grikkja er forsenda þess að þeir fái seinna neyðarlán sitt frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Viðskipti erlent

Þetta er iPad Mini

Tæknifyrirtækið Apple kynnti í gær minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni. Snertiskjár nýju spjaldtölvunar er 7.9 tommur. Á stærri útgáfu iPad er skjárinn 9.7 tommur.

Viðskipti erlent

Ný gerð iPad á markað

Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, kynnti nýja vörulínu á kynningarfundi í San José í Kaliforníu í gær. Á fundinum bar hæst að Apple tilkynnti að fyrirtækið hæfi brátt sölu á smærri og ódýrari gerð af iPad-spjaldtölvunni vinsælu.

Viðskipti erlent

Facebook tapaði rúmum 7 milljörðum

Tap af rekstri Facebook á þriðja ársfjórðungi nam 59 milljónum dala, eða 7,4 milljörðum króna. Þrátt fyrir það jukust tekjur síðunnar um 32% á ársfjórðungnum. Tekjurnar námu 1,26 milljörðum dala á ársfjórðungnum. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er umfram væntingar. Engu að síður er þetta annar ársfjórðunginn í röð sem tap er á rekstri Facebook. Á öðrum ársfjórðungi nam tapið 157 milljónum dala, eða tæpum 20 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Ný spjaldtölva frá Apple í dag

Tæknirisinn Apple mun kynna minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni í Kaliforníu í dag. Grunur leikur á að Apple muni einnig opinbera minni útgáfu af MacBook Pro fartölvunni sem verður með mun hærri upplausn en forverar sínir.

Viðskipti erlent

Ný spjaldtölva frá Google og Samsung

Talið er að tæknifyrirtækin Google og Samsung muni kynna nýja spjaldtölvu seinna í þessum mánuði. Tölvan verður að öllum líkindum hluti af Nexus vörulínunni sem fyrirtækin hafa þróað síðustu ár.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um rúm 2% frá því fyrir helgina. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 110 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í tæpa 90 dollara.

Viðskipti erlent

Rosneft styrkir stöðu sína enn frekar

Breska olíufyrirtækið BP PLC hyggst selja hlut sinn í félaginu TNK-BP, sem hefur leyfi til olíuvinnslu í rússnesku landssvæði, til rússneska olíu- og jarðgasrisans Rosneft og verður tilkynnt formlega um söluna á morgun. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

Viðskipti erlent

Ágreiningur áfram um útfærsluna

Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til.

Viðskipti erlent

Virði Google lækkaði um átta prósent

Markaðsvirði Google dróst saman um átta prósent, á skömmu tíma, eftir að uppgjör fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung var kunngjört í gær, en hagnaður fyrirtækisins dróst saman um 20 prósent miðað við sama tíma árið á undan.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Kína minnkar milli ársfjórðunga

Hagvöxtur í Kína mældist 7,4 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samanborið við sama tíma í fyrra. Ársfjórðunginn á undan mældist hagvöxturinn 7,6 prósent og því er um lítilsháttar minnkun á hagvexti að ræða milli ársfjórðunga.

Viðskipti erlent

Inniskór Marie Antoinette seldir á 8 milljónir

Inniskór Marie Antoinette, frönsku drottningarinnar sem hálshöggvin var í frönsku byltingunni í lok 18. aldar, voru seldir á uppboði. Skórnir, sem eru grænir og bleikir að lit, seldust fyrir 50.000 evrur eða um 8 milljónir króna sem var fimmfalt matsverð þeirra.

Viðskipti erlent

Tæplega 90 milljarða hagnaður eBay á þremur mánuðum

Hagnaður söluvefsins eBay nam 718 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi, eða sem nemur tæplega 90 milljörðum króna. Sala á vefnum jókst um 14 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Heildartekjur vefsins á þriðja ársfjórðungi námu 3,4 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 418 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Ótrúlegar vinsældir LinkedIn

Samfélagsmiðillinn LinkedIn hefur vaxið ört síðustu misseri. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að síðan fór í loftið á sumarmánuðum ársins 2003. Þannig eru virkir notendur rúmlega 135 milljónir talsins en þeir voru um 35 milljónir í desember árið 2007.

Viðskipti erlent

Surface lendir 26. október

Nýjasta spjaldtölva Microsoft, Surface, fer í almenna sölu í átta löndum seinna í þessum mánuði. Fyrirtækið svipti hulunni af spjaldtölvunni fyrir rúmu hálfu ári og hefur raftækið verið á allra vörum síðan þá.

Viðskipti erlent

Apple frumsýnir iPad Mini

Tæknirisinn Apple hefur boðið blaðamönnum og áhrifafólki úr tækniheiminum að sækja ráðstefnu 23. október næstkomandi. Ljóst er að Apple mun kynna nýja spjaldtölvu á fundinum, iPad Mini.

Viðskipti erlent