Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveiflan á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gærdag og gærkvöldi hélt áfram á Asíumörkuðunum í nótt. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um rúmt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um tæpt prósent.

Viðskipti erlent

Yfirlýsingar Draghis ollu vonbrigðum

Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði.

Viðskipti erlent

Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða

Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við "allra lægstu mörk“ í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar.

Viðskipti erlent

Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka

Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka samkvæmt tölum sem breska hagstofan birti í morgun. Lækkunin í júlímánuði er sú hraðasta síðan 2009 en hún var 0,7 prósent í mánuðinum. Undanfarið ár hefur fasteignaverð á landsvísu í Bretlandi lækkað um 2,6 prósent.

Viðskipti erlent

Millistjórnandi Citigroup sýknaður

Brian Stoker, fyrrverandi millistjórnandi hjá bandaríska fjárfestingabankanum Citigroup, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa selt fjárfestum skuldabréfavafninga (CDO) á sama tíma og hann vissi, eða mátti vita, að eignirnar væru ofmetnar. Málareksturinn gegn Stoker hófst í október í fyrra þegar ákærunni á hendur honum var þinglýst.

Viðskipti erlent

Man. Utd. hyggst safna 40 milljörðum á markaði

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hyggst safna 330 milljónum dala, jafnvirði um 40 milljörðum króna, með nýju hlutafé með skráningu á markað í New York í Bandaríkjunum. Hver hlutur verður seldur á bilinu 16 til 20 dali, að því er segir í skráningarlýsingu vegna útboðsins sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst

Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun.

Viðskipti erlent

Atvinnulausum í Evrópu fjölgaði um tvær milljónir á einu ári

Meðalatvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent.

Viðskipti erlent

Málið gegn Robert látið niður falla

Yfirréttur (e. High court) í Englandi hefur ákveðið að láta mál Roberts Tchenguiz niður falla, en í síðasta mánuði var mál bróður hans Roberts látið niður falla. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu.

Viðskipti erlent

UBS tapaði 42,2 milljörðum á Facebook

Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna.

Viðskipti erlent

Aldarafmæli Friedmanns minnst

Þess er minnst í dag að einn af þekktustu hagfræðingum tuttugustu aldarinnar, Milton Friedman, hefði orðið hundrað ára gamall ef hann hefði lifað. Friedman var jafnan talinn til hóps Chicago hagfræðinga, en þeir áttu það sameiginlegt að leggja áherslu á frjálst markaðshagkerfi. Á Wikipedia kemur fram að Friedman er talinn vera næstáhrifamesti hagfræðingur síðustu aldar á eftir John Maynard Keynes. Friedman var einn af efnahagsráðgjöfum Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

Viðskipti erlent