Viðskipti erlent

Bretland heldur toppeinkunn sinni

Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012.

Viðskipti erlent

Ætla að vernda evruna

Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna.

Viðskipti erlent

Facebook í frjálsu falli

Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst á Spáni

Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu.

Viðskipti erlent

AGS hefur áhyggjur af þróun mála í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af þróun mála í efnahagskerfi Kína. Telur sjóðurinn að hagkerfið sé orðið of háð fjárfestingum og hvetur kínversk stjórnvöld til að auka neyslu Kínverja innanlands samhliða því að beina þeim frá fjárfestingum í fasteignum.

Viðskipti erlent