Viðskipti erlent Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Samkvæmt nýjustu tölum atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna mældist atvinnuleysi í landinu 8.2 prósent í síðasta mánuði. Er þetta 0.1 prósentustigi meira en í apríl. Viðskipti erlent 1.6.2012 14:02 Röskun á þjónustu Facebook Röskun varð á þjónustu samskiptamiðilsins Facebook í dag. Fjöldi fólks hafði ekki aðgang að gögnum sínum í allt að tvær klukkustundir. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:54 Tilraunaútgáfa Windows 8 opinberuð Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna sölu seint í haust, rúmum þremur árum eftir að Windows 7 fór á markað. Fyrirtækið hefur nú birt nýjustu útgáfu stýrikerfisins á heimasíðu sinni. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:03 Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu frá því mælingar hófust Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 11% og hefur ekki verið meira síðan að mælingar á því hófust árið 1995. Viðskipti erlent 1.6.2012 10:09 Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli í morgun. Verðið á Brent olíunni er komið rétt undir 100 dollara og hefur ekki verið lægra síðan í febrúar í fyrra. Viðskipti erlent 1.6.2012 09:34 Ekkert lát er á verðlækkunum á olíu Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Sérfræðingar reikna með að sú þróun haldi áfram fram á sumarið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:22 Töluverð lækkun á álverði síðustu mánuði Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert undanfarna þrjá mánuði og stendur nú í rúmum 2.000 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Í byrjun mars stóð verðið hinsvega í 2.350 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:04 Fjármagnsflóttinn frá Spáni nam 11.000 milljörðum í maí Spánverjar hafa sent tugi milljarða evra úr landi á undanförnum mánuði vegna ótta um að bankakerfi landsins sé að hruni komið. Viðskipti erlent 1.6.2012 06:45 Fréttaskýring: Efnahagsvandinn í Evrópu dýpkar enn meira Hagtölur Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar voru í morgun sýna glögglega hvernig staða efnahagsmála í Evrópu er um þessar mundir. Suður-Evrópa, þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, er í miklum vanda sem birtist ekki síst í algjöru hruni á smásölu. Þannig féll smásala í aprílmánuði í Grikklandi um 16 prósent frá fyrra ári, og á Spáni féll hún um 12 prósent á sama tíma. Þetta þykir til marks um að erfiðleikar í efnahagslífi þessara landa séu að dýpka og það nokkuð hratt. Viðskipti erlent 31.5.2012 23:36 Hörmulegar aðstæður í verksmiðjum stórfyrirtækja Vinnuaðstaðan í Foxconn verksmiðjunum í Kína er afleit og refsingar virðast helsta stjórnunaraðferðin. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var síðastliðinn fimmtudag. Í verksmiðjunum eru m.a. framleiddar vörur fyrir Apple, Amazone, Dell og Nokia. Viðskipti erlent 31.5.2012 20:40 Írar kjósa um fjármálasáttmála ESB Talið er að Írar muni samþykkja fjármálasáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Markmið sáttmálans er að koma á stöðuleika á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 31.5.2012 15:57 Hagvöxtur á Indlandi 5,3 prósent Hagvöxtur í Indlandi mældist 5,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi en a fjórðungnum á undan mældist hann 6,1 prósent. Sérfræðingar gerðu ráð fyrir að hagvöxturinn yrði meiri, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 31.5.2012 14:27 Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Viðskipti erlent 31.5.2012 12:47 Mario Draghi: Evrusvæðið ósjálfbært Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að grunnfyrirkomulag evrusvæðisins sé "ósjálfbært“ og mikilla úrbóta sé þörf ef ekki eigi að koma til enn dýpri efnahagsvanda á evrusvæðinu. Frá þessu greindi Draghi á ráðstefnu Evrópuþingsins í morgun, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 31.5.2012 10:42 Vöruskiptin hagstæð um 9,5 milljarða Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna. Vöruskiptin voru því hagstæð um 9,5 milljarða króna, samanborið við 3,4 milljarða í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og þar segir ennfremur að fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 206,2 milljarða króna en inn fyrir 178,3 milljarða króna. Viðskipti erlent 31.5.2012 10:38 Moody's lækkar danska banka Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunnir níu danskra banka, þar á meðal Danske Bank. Ástæðan er sögð óvissa sem ríkir nú á evrusvæðinu og efasemdir um gæði lánasafns bankanna. Bankarnir lækkuðu mismikið en einn þeirra, DLR Kredit er nú kominn í ruslflokk. Auk þess var einkunn Sampo bankans í Finnlandi lækkuð en hann er í eigu Danske Bank. Viðskipti erlent 31.5.2012 08:18 ESB: Evrulöndin gætu þurft að mynda „bankabandalag“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að evrulöndin 17 gætu þurft að mynda með sér "bankabandalag“ til þess að takast sameiginlega á við erfiðleika fjármálageirans á svæðinu. Viðskipti erlent 30.5.2012 11:54 Ritstjóri hjá WSJ: Staðan í Bandaríkjunum áfram erfið Bandarískur efnahagur hefur ekki rétt jafn hratt úr kútnum eins og vonir stóð til um. Í umfjöllun ritstjórnar Wall Street Journal, í þættinum The News Hub, ræðir David Wessell, ritstjóri efnahagsmála hjá blaðinu, um stöðuna í Bandaríkjunum og hvernig alþjóðaumhverfið er að hafa áhrif á bandaríska hagkerfið. Viðskipti erlent 30.5.2012 08:15 Facebook nær nýjum lægðum Gengi Facebook hélt áfram að falla á hlutabréfamarkaði í gær og eru hlutir í félaginu nú komnir niður í 29 dali í hluti. Þegar félagið var skráð var það verðlagt á 38 dali og hefur því lækkað um ríflega tuttugu prósent frá skráningu. Viðskipti erlent 30.5.2012 07:44 Evran ekki verðminni í tæp tvö ár Verðmæti evrunnar féll í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða afsögn seðlabankastjóra Spánar. Evran hefur ekki verið lægri í tæp tvö ár miðað við Bandaríkjadalinn. Almennar áhyggjur af gjaldfærni spænskra banka valda einnig falli hennar. Ein evra er nú 1,25 dollari. Viðskipti erlent 29.5.2012 20:52 Írar flýja skuldir með hjálp breskra dómstóla Breskur lögfræðingur gefur sig út fyrir að aðstoða yfirskuldsetta Íra við að losna úr fjötrum skuldbindinga sinna. Í breska blaðinu Guardian var í gær fjallað um lögfræðinginn Steve Thatcher, sem hefur að eigin sögn hjálpað um 55 Írum að afskrifa með hjálp breskra dómstóla ríflega 240 milljarða króna. Aðferðin felst í því að skuldarinn afhendir lykla af öllum eignum og flytur tímabundið frá Írlandi til Bretlands. Þar fer hann fyrir dómstóla og fær sig lýstan gjaldþrota. Þá þarf hann að dvelja tæpt ár í Bretlandi en eftir það getur hann flutt aftur til Írlands laus við sínar skuldir og tekið aftur upp sitt fyrra líf. Viðskipti erlent 29.5.2012 18:33 Formúlu-systur eyða 150 milljónum dala í hús Dætur Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra Formúlu 1 keppninnar, hafa farið mikinn að undanförnu í fasteignakaupum, að því er Wall Street Journal greindi frá á dögunum. Samtals hafa þær systur, Tamara og Petra, eytt um 150 milljónum dala í ný heimili. Viðskipti erlent 29.5.2012 12:14 SFO lömuð eftir rannsókn á Kaupþingsmáli Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Viðskipti erlent 29.5.2012 11:17 Gengi bréfa Operu rýkur upp - Facebook hefur áhuga Gengi bréfa í norska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækinu Opera Software, sem var stofnað af hinum íslensk ættaða Jóni S. von Tetzchner, hefur hækkað um 26 prósent eftir að vefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að samfélagsmiðillinn Facebook hefði áhuga á því að kaupa fyrirtækið. Markaðsvirði félagsins hefur því hækkað skarplega og er það nú um 807 milljónir dala, eða sem nemur ríflega 100 milljörðum króna. Viðskipti erlent 29.5.2012 10:16 Smásala hrynur á Spáni Smásala á Spáni hrundi í aprílmánuði þessa árs miðað við sama mánuð í fyrra, en samkvæmt mælingum spænsku hagstofunnar féll smásala um 9,8 prósent milli ára. Það er mesta fall á smásölu síðan mælingar hagstofunnar hófust, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 29.5.2012 08:50 Kínverjar vilja opna dyr fyrir einkafjárfesta Kínversk stjórnvöld skoða nú hverni þau geta stutt enn frekar við hagvöxt í landinu, og er einkum horft til þess að opna dyrnar fyrir alþjóðlega einkafjárfesta í fjármálageira landsins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC. Viðskipti erlent 28.5.2012 21:08 Hlutabréfavísitölur bregðast vel við könnunum frá Grikklandi Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hækkuðu í morgun vegna frétta um skoðanakönnun í Grikklandi sem sýndi að litlar líkur væru á því að ríkisstjórn yrði mynduð í kosningunum 17. júní nk. sem væri á móti aðgerðaáætlun Grikkja í ríkisfjármálum, sem Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og kröfuhafar landsins hafa samþykkt. Viðskipti erlent 28.5.2012 08:27 7-Eleven verslun opnar á tveggja klukkustunda fresti Verslunarkeðjan 7-Eleven opnar nýja verslun á tveggja klukkustunda fresti. Engin önnur verslunarkeðja rekur fleiri verslanir en 7-Eleven, eftir því sem fram kemur á vef Huffington Post. Árið 2011 opnuðu 4600 verslanir en heildarfjöldi verslana er 46 þúsund. Viðskipti erlent 27.5.2012 16:18 Tekjur Google vaxa um 8,5 milljarða dala milli ára Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Google átti góðu gengi að fagna á síðasta ári en tekjur fyrirtækisins uxu um ríflega 8,5 milljarða dala frá árinu 2010, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna. Heildartekjur voru 37,9 milljarðar dala í fyrra en árið 2010 námu þær 29,3 milljörðum dala. Viðskipti erlent 27.5.2012 08:43 Tim Cook afþakkaði 75 milljónir dollara Tim Cook, stjórnarformaður Apple, afþakkaði 75 milljón dollara eða um 9.8 milljarða króna arðgreiðslu á dögunum. Þetta gerði hann ásamt öðrum starfsmönnum Apple sem eiga hlutbréf í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 26.5.2012 23:30 « ‹ 176 177 178 179 180 181 182 183 184 … 334 ›
Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum Samkvæmt nýjustu tölum atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna mældist atvinnuleysi í landinu 8.2 prósent í síðasta mánuði. Er þetta 0.1 prósentustigi meira en í apríl. Viðskipti erlent 1.6.2012 14:02
Röskun á þjónustu Facebook Röskun varð á þjónustu samskiptamiðilsins Facebook í dag. Fjöldi fólks hafði ekki aðgang að gögnum sínum í allt að tvær klukkustundir. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:54
Tilraunaútgáfa Windows 8 opinberuð Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna sölu seint í haust, rúmum þremur árum eftir að Windows 7 fór á markað. Fyrirtækið hefur nú birt nýjustu útgáfu stýrikerfisins á heimasíðu sinni. Viðskipti erlent 1.6.2012 12:03
Mesta atvinnuleysi á evrusvæðinu frá því mælingar hófust Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist nú 11% og hefur ekki verið meira síðan að mælingar á því hófust árið 1995. Viðskipti erlent 1.6.2012 10:09
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli í morgun. Verðið á Brent olíunni er komið rétt undir 100 dollara og hefur ekki verið lægra síðan í febrúar í fyrra. Viðskipti erlent 1.6.2012 09:34
Ekkert lát er á verðlækkunum á olíu Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu. Sérfræðingar reikna með að sú þróun haldi áfram fram á sumarið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:22
Töluverð lækkun á álverði síðustu mánuði Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert undanfarna þrjá mánuði og stendur nú í rúmum 2.000 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Í byrjun mars stóð verðið hinsvega í 2.350 dollurum á tonnið. Viðskipti erlent 1.6.2012 07:04
Fjármagnsflóttinn frá Spáni nam 11.000 milljörðum í maí Spánverjar hafa sent tugi milljarða evra úr landi á undanförnum mánuði vegna ótta um að bankakerfi landsins sé að hruni komið. Viðskipti erlent 1.6.2012 06:45
Fréttaskýring: Efnahagsvandinn í Evrópu dýpkar enn meira Hagtölur Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar voru í morgun sýna glögglega hvernig staða efnahagsmála í Evrópu er um þessar mundir. Suður-Evrópa, þ.e. Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía, er í miklum vanda sem birtist ekki síst í algjöru hruni á smásölu. Þannig féll smásala í aprílmánuði í Grikklandi um 16 prósent frá fyrra ári, og á Spáni féll hún um 12 prósent á sama tíma. Þetta þykir til marks um að erfiðleikar í efnahagslífi þessara landa séu að dýpka og það nokkuð hratt. Viðskipti erlent 31.5.2012 23:36
Hörmulegar aðstæður í verksmiðjum stórfyrirtækja Vinnuaðstaðan í Foxconn verksmiðjunum í Kína er afleit og refsingar virðast helsta stjórnunaraðferðin. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var síðastliðinn fimmtudag. Í verksmiðjunum eru m.a. framleiddar vörur fyrir Apple, Amazone, Dell og Nokia. Viðskipti erlent 31.5.2012 20:40
Írar kjósa um fjármálasáttmála ESB Talið er að Írar muni samþykkja fjármálasáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Markmið sáttmálans er að koma á stöðuleika á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 31.5.2012 15:57
Hagvöxtur á Indlandi 5,3 prósent Hagvöxtur í Indlandi mældist 5,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi en a fjórðungnum á undan mældist hann 6,1 prósent. Sérfræðingar gerðu ráð fyrir að hagvöxturinn yrði meiri, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 31.5.2012 14:27
Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Viðskipti erlent 31.5.2012 12:47
Mario Draghi: Evrusvæðið ósjálfbært Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að grunnfyrirkomulag evrusvæðisins sé "ósjálfbært“ og mikilla úrbóta sé þörf ef ekki eigi að koma til enn dýpri efnahagsvanda á evrusvæðinu. Frá þessu greindi Draghi á ráðstefnu Evrópuþingsins í morgun, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 31.5.2012 10:42
Vöruskiptin hagstæð um 9,5 milljarða Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna. Vöruskiptin voru því hagstæð um 9,5 milljarða króna, samanborið við 3,4 milljarða í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar og þar segir ennfremur að fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 206,2 milljarða króna en inn fyrir 178,3 milljarða króna. Viðskipti erlent 31.5.2012 10:38
Moody's lækkar danska banka Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunnir níu danskra banka, þar á meðal Danske Bank. Ástæðan er sögð óvissa sem ríkir nú á evrusvæðinu og efasemdir um gæði lánasafns bankanna. Bankarnir lækkuðu mismikið en einn þeirra, DLR Kredit er nú kominn í ruslflokk. Auk þess var einkunn Sampo bankans í Finnlandi lækkuð en hann er í eigu Danske Bank. Viðskipti erlent 31.5.2012 08:18
ESB: Evrulöndin gætu þurft að mynda „bankabandalag“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að evrulöndin 17 gætu þurft að mynda með sér "bankabandalag“ til þess að takast sameiginlega á við erfiðleika fjármálageirans á svæðinu. Viðskipti erlent 30.5.2012 11:54
Ritstjóri hjá WSJ: Staðan í Bandaríkjunum áfram erfið Bandarískur efnahagur hefur ekki rétt jafn hratt úr kútnum eins og vonir stóð til um. Í umfjöllun ritstjórnar Wall Street Journal, í þættinum The News Hub, ræðir David Wessell, ritstjóri efnahagsmála hjá blaðinu, um stöðuna í Bandaríkjunum og hvernig alþjóðaumhverfið er að hafa áhrif á bandaríska hagkerfið. Viðskipti erlent 30.5.2012 08:15
Facebook nær nýjum lægðum Gengi Facebook hélt áfram að falla á hlutabréfamarkaði í gær og eru hlutir í félaginu nú komnir niður í 29 dali í hluti. Þegar félagið var skráð var það verðlagt á 38 dali og hefur því lækkað um ríflega tuttugu prósent frá skráningu. Viðskipti erlent 30.5.2012 07:44
Evran ekki verðminni í tæp tvö ár Verðmæti evrunnar féll í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða afsögn seðlabankastjóra Spánar. Evran hefur ekki verið lægri í tæp tvö ár miðað við Bandaríkjadalinn. Almennar áhyggjur af gjaldfærni spænskra banka valda einnig falli hennar. Ein evra er nú 1,25 dollari. Viðskipti erlent 29.5.2012 20:52
Írar flýja skuldir með hjálp breskra dómstóla Breskur lögfræðingur gefur sig út fyrir að aðstoða yfirskuldsetta Íra við að losna úr fjötrum skuldbindinga sinna. Í breska blaðinu Guardian var í gær fjallað um lögfræðinginn Steve Thatcher, sem hefur að eigin sögn hjálpað um 55 Írum að afskrifa með hjálp breskra dómstóla ríflega 240 milljarða króna. Aðferðin felst í því að skuldarinn afhendir lykla af öllum eignum og flytur tímabundið frá Írlandi til Bretlands. Þar fer hann fyrir dómstóla og fær sig lýstan gjaldþrota. Þá þarf hann að dvelja tæpt ár í Bretlandi en eftir það getur hann flutt aftur til Írlands laus við sínar skuldir og tekið aftur upp sitt fyrra líf. Viðskipti erlent 29.5.2012 18:33
Formúlu-systur eyða 150 milljónum dala í hús Dætur Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra Formúlu 1 keppninnar, hafa farið mikinn að undanförnu í fasteignakaupum, að því er Wall Street Journal greindi frá á dögunum. Samtals hafa þær systur, Tamara og Petra, eytt um 150 milljónum dala í ný heimili. Viðskipti erlent 29.5.2012 12:14
SFO lömuð eftir rannsókn á Kaupþingsmáli Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Viðskipti erlent 29.5.2012 11:17
Gengi bréfa Operu rýkur upp - Facebook hefur áhuga Gengi bréfa í norska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækinu Opera Software, sem var stofnað af hinum íslensk ættaða Jóni S. von Tetzchner, hefur hækkað um 26 prósent eftir að vefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að samfélagsmiðillinn Facebook hefði áhuga á því að kaupa fyrirtækið. Markaðsvirði félagsins hefur því hækkað skarplega og er það nú um 807 milljónir dala, eða sem nemur ríflega 100 milljörðum króna. Viðskipti erlent 29.5.2012 10:16
Smásala hrynur á Spáni Smásala á Spáni hrundi í aprílmánuði þessa árs miðað við sama mánuð í fyrra, en samkvæmt mælingum spænsku hagstofunnar féll smásala um 9,8 prósent milli ára. Það er mesta fall á smásölu síðan mælingar hagstofunnar hófust, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 29.5.2012 08:50
Kínverjar vilja opna dyr fyrir einkafjárfesta Kínversk stjórnvöld skoða nú hverni þau geta stutt enn frekar við hagvöxt í landinu, og er einkum horft til þess að opna dyrnar fyrir alþjóðlega einkafjárfesta í fjármálageira landsins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC. Viðskipti erlent 28.5.2012 21:08
Hlutabréfavísitölur bregðast vel við könnunum frá Grikklandi Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hækkuðu í morgun vegna frétta um skoðanakönnun í Grikklandi sem sýndi að litlar líkur væru á því að ríkisstjórn yrði mynduð í kosningunum 17. júní nk. sem væri á móti aðgerðaáætlun Grikkja í ríkisfjármálum, sem Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og kröfuhafar landsins hafa samþykkt. Viðskipti erlent 28.5.2012 08:27
7-Eleven verslun opnar á tveggja klukkustunda fresti Verslunarkeðjan 7-Eleven opnar nýja verslun á tveggja klukkustunda fresti. Engin önnur verslunarkeðja rekur fleiri verslanir en 7-Eleven, eftir því sem fram kemur á vef Huffington Post. Árið 2011 opnuðu 4600 verslanir en heildarfjöldi verslana er 46 þúsund. Viðskipti erlent 27.5.2012 16:18
Tekjur Google vaxa um 8,5 milljarða dala milli ára Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Google átti góðu gengi að fagna á síðasta ári en tekjur fyrirtækisins uxu um ríflega 8,5 milljarða dala frá árinu 2010, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna. Heildartekjur voru 37,9 milljarðar dala í fyrra en árið 2010 námu þær 29,3 milljörðum dala. Viðskipti erlent 27.5.2012 08:43
Tim Cook afþakkaði 75 milljónir dollara Tim Cook, stjórnarformaður Apple, afþakkaði 75 milljón dollara eða um 9.8 milljarða króna arðgreiðslu á dögunum. Þetta gerði hann ásamt öðrum starfsmönnum Apple sem eiga hlutbréf í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 26.5.2012 23:30