Viðskipti erlent

Pete Townshend ekki sáttur með iTunes

Pete Townshend, gítarleikari The Who, biðlaði til Apple um að nota úrræði sín og fjármuni til að hjálpa nýjum hljómsveitum að komast á framfæri. Hann sagði að margmiðlunarforritið iTunes væri einungis til þess gert að blóðga listamenn eins og stafræn vampíra.

Viðskipti erlent

Þjóðaratkvæði um skuldamál

Nýgert samkomulag um skuldavanda Grikklands verður sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkomulagið felur í sér skuldaafskrift og nýtt lán, en niðurskurðaraðgerðirnar sem því fylgja eru illa séðar meðal almennings. Papandreú forsætisráðherra segist fullviss um að þjóðin muni taka rétta ákvörðun um framtíð landsins. Ekki er vitað hvenær kosið verður en líklegt er talið að það verði í næstu viku. - þj

Viðskipti erlent

Skipað að hefja flugferðir á ný

Óháður dómstóll í Ástralíu kvað í gær upp þann úrskurð að ástralska flugfélagið Qantas verði að hefja flug að nýju. Stjórn flugfélagsins ákvað á laugardag að hætta öllu flugi vegna deilna við verkalýðsfélög, sem höfðu ekki viljað semja við félagið eftir að starfsemin var skorin niður í sparnaðarskyni. Úrskurðurinn felur í sér að deiluaðilum er skipað að hefja viðræður, sem í sjálfu sér er sigur fyrir flugfélagið.Alls urðu 70 þúsund manns í 22 löndum fyrir óþægindum vegna flugstöðvunarinnar.

Viðskipti erlent

Seðlabankastjóri Evrópu hættir á morgun

Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að efnahagskreppan á evrusvæðinu sé ekki á enda. Í dag hvatti hann leiðtoga ríkja innan Evrópusambandsins til þess að hrinda strax í framkvæmd þær aðgerðir sem samþykktar voru síðastliðinn miðvikudag.

Viðskipti erlent

Kínverjar taka yfir Saab

Forsvarsmenn sænska bíla- og vélaframleiðandans Saab samþykktu í dag að selja fyrirtækið til tveggja kínverskra fyrirtækja fyrir 100 milljónir evra. Fyrirtækin heita Pang Da og Youngman.

Viðskipti erlent

Þjóðverjar 55 milljörðum evrum ríkari

Þýski ríkissjóðurinn er 55 milljörðum evrum ríkari en talið var. Þetta uppgötvaðist þegar að í ljós kom að villa var gerð í bókhaldi Hypo Real Estate bankans sem var þjóðnýttur árið 2009. Þjóðverjar búast nú við því að skuldir ríkissjóðs verði 81,1% af landsframleiðslu í ár, sem er um 2,6% minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Bókhaldsmistökin voru uppgötvuð fyrr í þessum mánuði en tilkynnt á föstudaginn.

Viðskipti erlent

Atvinnulausir á Spáni aldrei verið fleiri

Tæplega fimm milljónir Spánverja eru nú atvinnulausir, eða 21,5 prósent af vinnubærum mönnum. Ástandið hefur aldrei verið verra í landinu en tölur fyrir þriðja ársfjórðung voru birtar þar í landi í dag. Efnahagslífið á Spáni hefur verið á brauðfótum undanfarin misseri eins og víðar í Evrópu en atvinnuleysi er hvergi meira í álfunni en á Spáni.

Viðskipti erlent

Veisla á hlutabréfamörkuðum heimsins

Mikil veisla hefur verið í gangi á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og á Asíu mörkuðum í nótt. Ástæðan er samkomulag leiðtoga Evrópusabandsins um frekari aðgerðir gegn skuldakreppunni.

Viðskipti erlent

Verulegar hækkanir í kauphöllum Evrópu

Veruleg hækkun hefur orðið í kauphöllum Evrópu frá því að þær opnuðu í morgun. Ástæðan er greinileg ánægja með það samkomulag sem leiðtogar Evrópusambandins náðu í nótt um frekari aðgerðir gegn skuldakreppunni.

Viðskipti erlent

Útlínur að samkomulagi sagðar liggja fyrir

Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa komið sér saman um útlínur að samkomulagi um hvernig bregðast skuli við miklum þjóðarskuldum og slæmri stöðu banka í Evrópu. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í kvöld. Efnisatriði þess liggja þó ekki fyrir nema að litlu leyti. Fundað hefur verið í Brussell í dag með von um að ná samkomulagi um helstu aðgerðir sem grípa þarf til.

Viðskipti erlent

Stjórnandi hjá Goldman Sachs í gæsluvarðhald

Fyrrverandi stjórnandi hjá Goldman Sachs hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald. Hann er sakaður um að hafa gefið vogunarsjóð innherjaupplýsingar. Maðurinn, sem heitir Rajat Gupta, er sakaður um að hafa veitt Raj Rajaratnam, stjórnanda vogunarsjóðsins, upplýsingarnar. Verjandi Gupta neitar fullyrðingum þess efnis að Gupta hafi gerst brotlegur við lög.

Viðskipti erlent

Krugman segir hagfræðiþekkingu Íslendinga góða

Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og heimsfrægur samfélagsrýnir, segir mikla hagfræðiþekkingu hjá Íslendingum miðað það sem hann hafi lesið. Það sé áhugavert í ljósi þess að landið er álíka fjölmennt og meðal bær í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á bloggi Krugmans á vefsíðu The New York Times.

Viðskipti erlent

Þýska þingið samþykkti björgunaraðgerðir

Þýska þingið hefur samþykkt tillögur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um aðgerðir vegna kreppunnar á evrusvæðinu. Aðgerðaráætlunin hefur verið lengi í smíðum en allir leiðtogar evruríkjanna hittust á sunnudaginn til þess að móta áætlunina. Áætlunin gengur út á að björgunarsjóður Evrópusambandsins verði stækkaður upp í allt að 1000 milljarða evra og að bankar í Evrópu afskrifi stóran hluta af skuldum gríska ríkisins.

Viðskipti erlent

Greenspan: ESB „dæmt til þess að falla“

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að Evrópusambandið sé „dæmt til þess að falla“ vegna þess að munurinn á innviðum hagkerfanna í Suður- og Norður Evrópu sé einfaldlega of mikill. Þessi orð Greenspan falla í viðtali við CNBC í gær.

Viðskipti erlent

King segir björgunarpakkann ekki duga

Björgunarpakkinn sem leiðtogar evruríkjanna eru nú með í smíðum til að koma í veg fyrir efnahagshrun á evrusvæðinu er ekki varanleg lausn. Þetta sagði Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, á fundi með þingnefnd breska þingsins í morgun. King sagði að enn þyrfti að leysa undirliggjandi vanda evruríkjanna.

Viðskipti erlent

Grunur um innherjasvik

Fjármálaeftirlitið á Wall Street í Bandaríkjunum hefur til skoðunar viðskipti vogunarsjóðsins SAC Capitol Advisors vegna gruns um innherjasvik. Frá þessu er greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

Viðskipti erlent