Viðskipti innlent

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent

Þrjá­tíu milljónir til verslana í dreif­býli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Viðskipti innlent

Jón Svan­berg Hjartar­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri Neyðar­línunnar

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hann hefja störf 1. janúar 2023. Jón stundaði nám við Lögregluskólann 1993 - 1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Auk þess hefur Jón lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann og Endurmenntun HÍ ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ.

Viðskipti innlent

Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu

Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. 

Viðskipti innlent

Hver fast­eigna­aug­lýsing fær nú um­tals­vert færri smelli

Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42.

Viðskipti innlent

Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði

Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag.

Viðskipti innlent

„Við munum hækka vexti eins og þarf“

Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum.

Viðskipti innlent