Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2024 12:07 Smiðir við vinnu á fullu tungli. Það er ekki þeim að kenna að húsnæðisuppbyggingin er með þeim hætti að hún mætir aðeins 56 prósentum af íbúðaþörf. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira