Viðskipti

Magnús Þór til Kviku

Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári.

Viðskipti innlent

Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. 

Neytendur

„Mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“

Pétur Ó Einarsson er mannauðsstjóri Fjársýslu ríkisins, 57 ára Reykvíkingur, eiginmaður, faðir og afi. Áhugi Péturs á mannauðsmálum byrjaði snemma á starfsferli hans þegar hann starfaði fyrir Landsbankann sem fræðslustjóri og hefur áhuginn ekki slokknað síðan. Samhliða starfi fyrir Landsbankann lauk Pétur BSc gráðu í viðskiptafræði í fjarnámi sem viðbót við rekstrarfræði frá Tækniskólanum og í framhaldi lauk hann meistaranámi í Mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað sem starfsmannastjóri og síðan mannauðsstjóri fyrir Fjársýsluna frá því árið 2008.

Samstarf

Airfryer ofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun ELKO

Airfryer hitablástursofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun sem ELKO gerði nú í aðdraganda undirbúnings jóla. Í öðru sæti er snjallsími og PS5 leikjatölvan í því þriðja. Þá sýnir það sig að upp til hópa gefur fólk margar gjafir. Tæpur helmingur segist gefa fleiri en 10 jólagjafir og tæpur þriðjungur gefur sjö til tíu gjafir.

Samstarf

Hamp­iðjan stefnir á aðal­markað eftir kaup á norsku fé­lagi

Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum.

Viðskipti innlent

Ætlar að fá annan til að stýra Twitter

Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ætla að draga úr afskiptum sínum af miðlinum og fá einhvern annan til að stýra fyrirtækinu. Sá stutti tími sem Musk hefur átt Twitter hefur verið stormasamur svo vægt sé til orða tekið.

Viðskipti erlent

„Manni líður eins og maður sé bara heima“

„Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp.

Viðskipti innlent

Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0

Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp.

Viðskipti erlent

Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins

Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum.

Viðskipti innlent

Embla komin með nýjar raddir frá Micros­oft

Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira.

Viðskipti innlent

Fá pakka­ferðina til Madonna endur­greidda vegna Co­vid-19

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu.

Neytendur

Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið

„Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin.

Atvinnulíf

Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna

Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina.

Viðskipti erlent