Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup
„Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir.