Viðskipti

Ilse Jacobsen er látin

Danski fatahönnuðurinn Ilse Rohde Jacobsen, sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, er látin 62 ára að aldri.

Viðskipti erlent

Meint ís­­lenskt ó­­veður reynst dýr­­keypt fyrir Vueling

Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Dagur verk­fræðinnar

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan.

Viðskipti innlent

Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi

Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir.

Viðskipti innlent

Ás­­mundur Einar Daða­­son skipar þrjá nýja skrif­­stofu­­stjóra

Þrír nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Ráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur skipað Önnu Tryggvadóttur, Árna Jón Árnason og Þorstein Hjartarson í embættin samkvæmt nýju skipulagi ráðuneytisins. Skipað er í embættin til fimm ára. Ekki var skipað í embætti skrifstofustjóra gæða- og eftirlitsmála vegna fækkunar skrifstofa hjá ráðuneytinu.

Viðskipti innlent

Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO

BYKO Leiga opnaði nýverið útibú og verslun að Selhellu í Hafnarfirði sérstaklega hugsað fyrir fagaðila í byggingageiranum. Með þessu færist þungi starfseminnar í Hafnarfjörð og þar býðst viðskiptavinum mikið úrval af tækjum og búnaði til byggingaframkvæmda, bæði til leigu og kaups.

Samstarf