Viðskipti Hildur Margrét ráðin til Landsbankans Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til starfa í Hagfræðideild Landsbankans. Viðskipti innlent 3.10.2022 13:28 Ráðin nýr ritstjóri Vikunnar Guðrún Óla Jónsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Vikunnar. Hún tekur við af Steingerði Steinarsdóttur sem var sagt upp störfum í sumar. Viðskipti innlent 3.10.2022 13:20 Svindl, skandalar og gagnaleki gætu fellt Credit Suisse Virði hlutabréfa í svissneska bankanum Credit Suisse hefur aldrei verið lægra og talið er að allt að fimm þúsund manns verði sagt upp í mánuðinum. Fjárhagsstaða bankans er sögð vera afar slæm. Viðskipti erlent 3.10.2022 08:01 „Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Atvinnulíf 3.10.2022 07:02 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. Viðskipti innlent 3.10.2022 06:31 Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. Atvinnulíf 1.10.2022 10:01 Nýtt útlit mynta með andliti Karls III lítur dagsins ljós Útlit nýrra mynta sem munu bera andlit Karls III Bretlandskonungs hefur verið afhjúpað af konunglegu myntsláttunni. Karl er sagður vera hæstánægður með útkomuna á útliti eigin vangasvips. Myntin er hönnuð út frá ljósmynd af konungi. Viðskipti erlent 30.9.2022 22:52 Blásið í lúðra Meistaramánaðar Meistaramánuður hefur verið haldinn í yfir 10 ár og fer nú aftur af stað. Öll geta verið á eigin forsendum og fólk hvatt til að setja sér fjölbreytt markmið. Samstarf 30.9.2022 15:08 Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“ Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall. Viðskipti erlent 30.9.2022 15:04 Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. Viðskipti innlent 30.9.2022 13:24 Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. Viðskipti innlent 30.9.2022 08:40 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Atvinnulíf 30.9.2022 07:01 Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn klukkan 15:00 í Borgarleikhúsinu. Þar er ætlunin að stilla saman strengi meðlima Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjaraviðræðna. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi. Viðskipti innlent 29.9.2022 14:30 Villisveppaostur og Rjómasveppasósa innkölluð vegna aðskotahlutar Mjólkursamsalan og Aðföng hafa ákveðið að kalla inn Villisveppaost ásamt Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur. Aðskotahlutur fannst í kryddi sem notað var við framleiðslu. Viðskipti innlent 29.9.2022 12:35 Spá níundu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti enn frekar í næstu viku. Viðskipti innlent 29.9.2022 12:01 Ljósbrá Baldursdóttir fyrsti kvenkyns forstjóri PwC Ljósbrá Baldursdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstjóri PwC en hún tekur við af Friðgeir Sigurðssyni. Ljósbrá verður fyrsta konan til þess að gegna þessari stöðu í 98 ára sögu félagsins á Íslandi. Viðskipti innlent 29.9.2022 10:48 Bein útsending: Stöðugt, hagkvæmt og skilvirkt starfsumhverfi Ný skýrsla Samtaka iðnaðarins með 26 umbótatillögum sem efla samkeppnishæfni í grænni iðnbyltingu verður kynnt á fréttamannafundi klukkan níu í dag. Viðskipti innlent 29.9.2022 08:31 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Atvinnulíf 29.9.2022 07:01 Pétur ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum Pétur Smári Sigurgeirsson hefur verið ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum. Sem sölustjóri mun Pétur bera ábyrgð á sölu og vöruþróun á veitingamarkaði og sitja í framkvæmdaráði Banana. Viðskipti innlent 28.9.2022 20:26 Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir. Viðskipti innlent 28.9.2022 13:09 Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. Viðskipti erlent 28.9.2022 12:26 Aldís nýr sviðsstjóri forvarnasviðs SHS Aldís Rún Lárusdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hóf hún störf í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 28.9.2022 11:45 Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. Viðskipti innlent 28.9.2022 09:23 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 28.9.2022 09:04 Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. Viðskipti innlent 28.9.2022 08:35 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. Atvinnulíf 28.9.2022 07:00 Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið. Viðskipti innlent 28.9.2022 06:02 Þrotabú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og félögum Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað. Viðskipti innlent 27.9.2022 19:09 Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. Viðskipti erlent 27.9.2022 16:40 Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. Viðskipti innlent 27.9.2022 16:00 « ‹ 165 166 167 168 169 170 171 172 173 … 334 ›
Hildur Margrét ráðin til Landsbankans Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til starfa í Hagfræðideild Landsbankans. Viðskipti innlent 3.10.2022 13:28
Ráðin nýr ritstjóri Vikunnar Guðrún Óla Jónsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Vikunnar. Hún tekur við af Steingerði Steinarsdóttur sem var sagt upp störfum í sumar. Viðskipti innlent 3.10.2022 13:20
Svindl, skandalar og gagnaleki gætu fellt Credit Suisse Virði hlutabréfa í svissneska bankanum Credit Suisse hefur aldrei verið lægra og talið er að allt að fimm þúsund manns verði sagt upp í mánuðinum. Fjárhagsstaða bankans er sögð vera afar slæm. Viðskipti erlent 3.10.2022 08:01
„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Atvinnulíf 3.10.2022 07:02
Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. Viðskipti innlent 3.10.2022 06:31
Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. Atvinnulíf 1.10.2022 10:01
Nýtt útlit mynta með andliti Karls III lítur dagsins ljós Útlit nýrra mynta sem munu bera andlit Karls III Bretlandskonungs hefur verið afhjúpað af konunglegu myntsláttunni. Karl er sagður vera hæstánægður með útkomuna á útliti eigin vangasvips. Myntin er hönnuð út frá ljósmynd af konungi. Viðskipti erlent 30.9.2022 22:52
Blásið í lúðra Meistaramánaðar Meistaramánuður hefur verið haldinn í yfir 10 ár og fer nú aftur af stað. Öll geta verið á eigin forsendum og fólk hvatt til að setja sér fjölbreytt markmið. Samstarf 30.9.2022 15:08
Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“ Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall. Viðskipti erlent 30.9.2022 15:04
Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. Viðskipti innlent 30.9.2022 13:24
Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. Viðskipti innlent 30.9.2022 08:40
Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Atvinnulíf 30.9.2022 07:01
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn klukkan 15:00 í Borgarleikhúsinu. Þar er ætlunin að stilla saman strengi meðlima Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjaraviðræðna. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi. Viðskipti innlent 29.9.2022 14:30
Villisveppaostur og Rjómasveppasósa innkölluð vegna aðskotahlutar Mjólkursamsalan og Aðföng hafa ákveðið að kalla inn Villisveppaost ásamt Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur. Aðskotahlutur fannst í kryddi sem notað var við framleiðslu. Viðskipti innlent 29.9.2022 12:35
Spá níundu stýrivaxtahækkuninni í röð Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti enn frekar í næstu viku. Viðskipti innlent 29.9.2022 12:01
Ljósbrá Baldursdóttir fyrsti kvenkyns forstjóri PwC Ljósbrá Baldursdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstjóri PwC en hún tekur við af Friðgeir Sigurðssyni. Ljósbrá verður fyrsta konan til þess að gegna þessari stöðu í 98 ára sögu félagsins á Íslandi. Viðskipti innlent 29.9.2022 10:48
Bein útsending: Stöðugt, hagkvæmt og skilvirkt starfsumhverfi Ný skýrsla Samtaka iðnaðarins með 26 umbótatillögum sem efla samkeppnishæfni í grænni iðnbyltingu verður kynnt á fréttamannafundi klukkan níu í dag. Viðskipti innlent 29.9.2022 08:31
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Atvinnulíf 29.9.2022 07:01
Pétur ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum Pétur Smári Sigurgeirsson hefur verið ráðinn sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum. Sem sölustjóri mun Pétur bera ábyrgð á sölu og vöruþróun á veitingamarkaði og sitja í framkvæmdaráði Banana. Viðskipti innlent 28.9.2022 20:26
Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir. Viðskipti innlent 28.9.2022 13:09
Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. Viðskipti erlent 28.9.2022 12:26
Aldís nýr sviðsstjóri forvarnasviðs SHS Aldís Rún Lárusdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hóf hún störf í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 28.9.2022 11:45
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. Viðskipti innlent 28.9.2022 09:23
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 28.9.2022 09:04
Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. Viðskipti innlent 28.9.2022 08:35
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. Atvinnulíf 28.9.2022 07:00
Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið. Viðskipti innlent 28.9.2022 06:02
Þrotabú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og félögum Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað. Viðskipti innlent 27.9.2022 19:09
Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. Viðskipti erlent 27.9.2022 16:40
Yngvi ráðinn forstjóri Sýnar Yngvi Halldórsson er nýr forstjóri Sýnar. Hann tekur við starfinu af Heiðari Guðjónssyni sem tilkynnti um starfslok á dögunum. Yngvi hefur undanfarin þrjú ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Sýnar. Viðskipti innlent 27.9.2022 16:00