Falinn boðskapur í tónlist? 14. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort tónlist hafi áhrif á hegðun hans. Ég er ekki alveg í jafnvægi þessa dagana. Ég varð fyrir því óhappi á dögunum að setja gamlar plötur N.W.A. á fóninn. "Fuck the Police" ómaði í eyrunum á mér og allt í einu fann ég fyrir sterkum hvötum til þess að kaupa nælonsokkabuxur, saga hlaupið af haglabyssunni minni og ræna næsta KB banka. Auðvitað reyndi ég öll ráð til þess að bæla þessar hvatir niður í mér. Prófaði til dæmis að setja Rammstein og Marilyn Manson á fóninn, en áttaði mig ekki fyrr en ég var kominn hálfa leið upp í Smáralind með haglarann! Fannst þá kominn tími til þess að róa mig aðeins niður. Setti Sigur-Rós og The Cure á fóninn. Vann þann stóra í Lottó rétt áður en ég lagði á þetta ráð og var því alveg í skýjunum. Þegar tónarnir svifu á mig fylltist hjarta mitt þó þvílíkri sorg. Í dag þakka ég almættinu fyrir það að hafa ekki enn verið búinn að kaupa skot í byssuna. Auðvitað var eina ráðið við þessu að stilla bara á FM957 og komast í djammgírinn! Þar var svo mikið sungið um bólfarir og flottheit að leiðin lá beinustu leið í ljósabekkinn, svo í ræktina að pumpa. Ég rétt náði svo að stoppa mig áður en ég fór með eina 16 ára heim af Felix. Þessu fylgdi auðvitað þvílíkt svartnætti og því var lítið annað að gera en að sökkva sér djúpt í dauðarokkið. Féll fyrir black-metalsveit frá Noregi og áttaði mig ekki á áhrifum þess fyrr en löggan stoppaði mig með bensínbrúsa fyrir framan Hallgrímskirkju sem ég var staðráðinn í að brenna til grunna. Lítið annað að gera núna en að reyna finna sálarró í plötum Richard Clayderman eða slökunartónlist Frikka Karls. Ef það virkar ekki, hef ég ákveðið að hætta að hlusta á tónlist og snúa mér alfarið að tölvuleikjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun
Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort tónlist hafi áhrif á hegðun hans. Ég er ekki alveg í jafnvægi þessa dagana. Ég varð fyrir því óhappi á dögunum að setja gamlar plötur N.W.A. á fóninn. "Fuck the Police" ómaði í eyrunum á mér og allt í einu fann ég fyrir sterkum hvötum til þess að kaupa nælonsokkabuxur, saga hlaupið af haglabyssunni minni og ræna næsta KB banka. Auðvitað reyndi ég öll ráð til þess að bæla þessar hvatir niður í mér. Prófaði til dæmis að setja Rammstein og Marilyn Manson á fóninn, en áttaði mig ekki fyrr en ég var kominn hálfa leið upp í Smáralind með haglarann! Fannst þá kominn tími til þess að róa mig aðeins niður. Setti Sigur-Rós og The Cure á fóninn. Vann þann stóra í Lottó rétt áður en ég lagði á þetta ráð og var því alveg í skýjunum. Þegar tónarnir svifu á mig fylltist hjarta mitt þó þvílíkri sorg. Í dag þakka ég almættinu fyrir það að hafa ekki enn verið búinn að kaupa skot í byssuna. Auðvitað var eina ráðið við þessu að stilla bara á FM957 og komast í djammgírinn! Þar var svo mikið sungið um bólfarir og flottheit að leiðin lá beinustu leið í ljósabekkinn, svo í ræktina að pumpa. Ég rétt náði svo að stoppa mig áður en ég fór með eina 16 ára heim af Felix. Þessu fylgdi auðvitað þvílíkt svartnætti og því var lítið annað að gera en að sökkva sér djúpt í dauðarokkið. Féll fyrir black-metalsveit frá Noregi og áttaði mig ekki á áhrifum þess fyrr en löggan stoppaði mig með bensínbrúsa fyrir framan Hallgrímskirkju sem ég var staðráðinn í að brenna til grunna. Lítið annað að gera núna en að reyna finna sálarró í plötum Richard Clayderman eða slökunartónlist Frikka Karls. Ef það virkar ekki, hef ég ákveðið að hætta að hlusta á tónlist og snúa mér alfarið að tölvuleikjum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun