Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium skrifar 3. júní 2022 10:00 Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar