Ríkisstyrkir til listamanna 18. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar