Vor í Færeyjum 20. júní 2004 00:01 "En nú blása ferskir vindar um Færeyjar. Nú heyrast þar margar skynsamlegar raddir - raddir, sem krefjast aukinnar fjölbreytni í færeysku efnahagslífi í stað þess að einblína á dauðan fisk." Kreppan, sem herjaði á Færeyjar 1989-1994, olli miklu umróti þar, en hún vakti samt enga athygli utan Færeyja, Íslands og Danmerkur. En hún vakti landsmenn, a.m.k. suma þeirra, af værum svefni. Það var lán í óláni. Því kreppan var djúp - jafndjúp og kreppan í ýmsum fyrrverandi kommúnistalöndum á sama tíma, enda hafði óstjórnin í efnahagsmálum Færeyja einkennzt af nær algeru ábyrgðar- og fyrirhyggjuleysi. Stjórnmálastéttin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Kreppan afhjúpaði djúpar sprungur í þjóðfélagsgerð Færeyja, svo sem Eðvarð T. Jónsson fréttamaður lýsti afar vel í bók sinni, Hlutskipti Færeyja (1994). Landsframleiðsla Færeyinga dróst saman um meira en þriðjung þessi fimm ár líkt og í Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og Rúmeníu. Erlendar skuldir hrönnuðust upp og urðu meiri miðað við landsframleiðslu en nokkurs annars staðar nema í fáeinum örvasa Afríkuríkjum. Næstum fjórði hver Færeyingur missti vinnuna, svo að atvinnuleysið var meira þar á eyjunum en nokkurs annars staðar í Evrópu nema á Spáni, sem var þá alræmt atvinnuleysisbæli. Næstum tíundi hver Færeyingur fór burt, flúði land, ungt og efnilegt fólk ekki sízt. Fróðskaparsetrinu var lokað að hluta; færeyskukennsla þar á setrinu var felld niður um skeið. Þetta var harmleikur. En nú blása ferskir vindar um Færeyjar. Nú heyrast þar margar skynsamlegar raddir - raddir, sem krefjast aukinnar fjölbreytni í færeysku efnahagslífi í stað þess að einblína á dauðan fisk - raddir, sem heyrðust ekki í kreppunni fyrir hávaðanum í útvegsmönnum og leppum þeirra í flokkunum og á blöðunum. Þá voru að sögn ekki nema tólf hagfræðingar á eyjunum, þar af níu flokksmenn, og hinir þrír voru æptir niður. Nú eru hagfræðingarnir fleiri, og þeir flytja mál sitt vel, og ný kynslóð stjórnmálamanna er reynslunni ríkari. Hvað segja þessir vormenn Færeyja? Þeir stefna að fullveldi án þess þó að ætla sér að yfirgefa danska sambandsveldið. Þeir eru að leita að millivegi milli fullveldis eins og þess, sem við Íslendingar fengum 1918, og lýðveldisins, sem við stofnuðum 1944. Þeir eru að leita að þjóðréttarskipan, sem myndi t.a.m. duga þeim til að fá aðgang að alþjóðastofnunum á eigin spýtur. Og þeim er mjög í mun að standa á eigin fótum: þeir vilja afþakka ríkisstyrk Dana til Færeyja, en hann nemur nú 10% af landsframleiðslu Færeyja á hverju ári. Nú kveður sem sagt við nýjan tón. Áratugum saman létu báðir fulltrúar Færeyja í danska þinginu það jafnan vera sitt fyrsta verk að ganga til liðs við ríkisstjórnina þar, hver sem hún var, til að eiga sem hægast um vik að mjólka danska skattgreiðendur. Nú hefur annar færeyski fulltrúinn, Høgni Høydal úr Þjóðveldisflokknum, gengið til liðs við báða fulltrúa Grænlands í þinginu og stofnað með þeim sérstakan þingflokk, enda eru báðir grænlenzku þingmennirnir aðskilnaðarsinnar eins og Høgni. Vandi Grænlands er að vísu mun meiri en vandi Færeyja, enda nemur ríkisstyrkurinn frá Danmörku 30% af landsframleiðslu Grænlendinga á hverju ári. Grænland er dýrt í rekstri, þar eð menntun þjóðarinnar er enn mjög ábótavant og þjóðin er dreifð yfir firnastórt svæði. Hinn fulltrúi Færeyinga í danska þinginu er sambandsmaður og tók sér sæti í flokki forsætisráðherrans með gamla laginu. Færeyskir lýðveldissinnar eiga við ramman reip að draga. Sambandsflokkurinn er öflugur. Sambandsmenn hafa alltaf haldið þeirri skoðun að Færeyingum, að þeim væri um megn að standa á eigin fótum. Það er skiljanlegt sjónarmið, þótt ekki lýsi það miklum metnaði. Þeir vilja halda ríkisstyrknum. Lýðveldissinnar vilja hafna styrknum með þeim rökum, að styrkurinn hafi slævt sjálfsábyrgðartilfinningu Færeyinga og sjálfsbjargarviðleitni. Þjóðin er þverklofin í afstöðu sinni til þessara andstæðu sjónarmiða, en lýðveldismönnum virðist vera að vaxa ásmegin. Þjóðveldisflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á þinginu í Þórshöfn. Danir afskrifuðu erlendar skuldir Færeyinga í kreppunni að jafnvirði allrar framleiðslu eyjarskeggja á einu ári. Þannig stendur á því, að Færeyingar hafa safnað eignum í útlöndum undangengin ár, ekki skuldum eins og áður. Við þetta bætast mokveiði og hátt verð á fiski. Hvort tveggja bregður birtu á það, hversu greiðlega Færeyingum gekk að rétta úr kútnum eftir kreppuna. Hvorugt er þó til þess fallið að skerpa skilning þeirra á því, að sjávarútvegur getur ekki tryggt þeim þau lífskjör, sem þeir gera sér vonir um og afkomendum sínum. Þeir verða að renna fleiri og styrkari stoðum undir þjóðarbúskapinn. Grænlendingar líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
"En nú blása ferskir vindar um Færeyjar. Nú heyrast þar margar skynsamlegar raddir - raddir, sem krefjast aukinnar fjölbreytni í færeysku efnahagslífi í stað þess að einblína á dauðan fisk." Kreppan, sem herjaði á Færeyjar 1989-1994, olli miklu umróti þar, en hún vakti samt enga athygli utan Færeyja, Íslands og Danmerkur. En hún vakti landsmenn, a.m.k. suma þeirra, af værum svefni. Það var lán í óláni. Því kreppan var djúp - jafndjúp og kreppan í ýmsum fyrrverandi kommúnistalöndum á sama tíma, enda hafði óstjórnin í efnahagsmálum Færeyja einkennzt af nær algeru ábyrgðar- og fyrirhyggjuleysi. Stjórnmálastéttin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Kreppan afhjúpaði djúpar sprungur í þjóðfélagsgerð Færeyja, svo sem Eðvarð T. Jónsson fréttamaður lýsti afar vel í bók sinni, Hlutskipti Færeyja (1994). Landsframleiðsla Færeyinga dróst saman um meira en þriðjung þessi fimm ár líkt og í Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og Rúmeníu. Erlendar skuldir hrönnuðust upp og urðu meiri miðað við landsframleiðslu en nokkurs annars staðar nema í fáeinum örvasa Afríkuríkjum. Næstum fjórði hver Færeyingur missti vinnuna, svo að atvinnuleysið var meira þar á eyjunum en nokkurs annars staðar í Evrópu nema á Spáni, sem var þá alræmt atvinnuleysisbæli. Næstum tíundi hver Færeyingur fór burt, flúði land, ungt og efnilegt fólk ekki sízt. Fróðskaparsetrinu var lokað að hluta; færeyskukennsla þar á setrinu var felld niður um skeið. Þetta var harmleikur. En nú blása ferskir vindar um Færeyjar. Nú heyrast þar margar skynsamlegar raddir - raddir, sem krefjast aukinnar fjölbreytni í færeysku efnahagslífi í stað þess að einblína á dauðan fisk - raddir, sem heyrðust ekki í kreppunni fyrir hávaðanum í útvegsmönnum og leppum þeirra í flokkunum og á blöðunum. Þá voru að sögn ekki nema tólf hagfræðingar á eyjunum, þar af níu flokksmenn, og hinir þrír voru æptir niður. Nú eru hagfræðingarnir fleiri, og þeir flytja mál sitt vel, og ný kynslóð stjórnmálamanna er reynslunni ríkari. Hvað segja þessir vormenn Færeyja? Þeir stefna að fullveldi án þess þó að ætla sér að yfirgefa danska sambandsveldið. Þeir eru að leita að millivegi milli fullveldis eins og þess, sem við Íslendingar fengum 1918, og lýðveldisins, sem við stofnuðum 1944. Þeir eru að leita að þjóðréttarskipan, sem myndi t.a.m. duga þeim til að fá aðgang að alþjóðastofnunum á eigin spýtur. Og þeim er mjög í mun að standa á eigin fótum: þeir vilja afþakka ríkisstyrk Dana til Færeyja, en hann nemur nú 10% af landsframleiðslu Færeyja á hverju ári. Nú kveður sem sagt við nýjan tón. Áratugum saman létu báðir fulltrúar Færeyja í danska þinginu það jafnan vera sitt fyrsta verk að ganga til liðs við ríkisstjórnina þar, hver sem hún var, til að eiga sem hægast um vik að mjólka danska skattgreiðendur. Nú hefur annar færeyski fulltrúinn, Høgni Høydal úr Þjóðveldisflokknum, gengið til liðs við báða fulltrúa Grænlands í þinginu og stofnað með þeim sérstakan þingflokk, enda eru báðir grænlenzku þingmennirnir aðskilnaðarsinnar eins og Høgni. Vandi Grænlands er að vísu mun meiri en vandi Færeyja, enda nemur ríkisstyrkurinn frá Danmörku 30% af landsframleiðslu Grænlendinga á hverju ári. Grænland er dýrt í rekstri, þar eð menntun þjóðarinnar er enn mjög ábótavant og þjóðin er dreifð yfir firnastórt svæði. Hinn fulltrúi Færeyinga í danska þinginu er sambandsmaður og tók sér sæti í flokki forsætisráðherrans með gamla laginu. Færeyskir lýðveldissinnar eiga við ramman reip að draga. Sambandsflokkurinn er öflugur. Sambandsmenn hafa alltaf haldið þeirri skoðun að Færeyingum, að þeim væri um megn að standa á eigin fótum. Það er skiljanlegt sjónarmið, þótt ekki lýsi það miklum metnaði. Þeir vilja halda ríkisstyrknum. Lýðveldissinnar vilja hafna styrknum með þeim rökum, að styrkurinn hafi slævt sjálfsábyrgðartilfinningu Færeyinga og sjálfsbjargarviðleitni. Þjóðin er þverklofin í afstöðu sinni til þessara andstæðu sjónarmiða, en lýðveldismönnum virðist vera að vaxa ásmegin. Þjóðveldisflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á þinginu í Þórshöfn. Danir afskrifuðu erlendar skuldir Færeyinga í kreppunni að jafnvirði allrar framleiðslu eyjarskeggja á einu ári. Þannig stendur á því, að Færeyingar hafa safnað eignum í útlöndum undangengin ár, ekki skuldum eins og áður. Við þetta bætast mokveiði og hátt verð á fiski. Hvort tveggja bregður birtu á það, hversu greiðlega Færeyingum gekk að rétta úr kútnum eftir kreppuna. Hvorugt er þó til þess fallið að skerpa skilning þeirra á því, að sjávarútvegur getur ekki tryggt þeim þau lífskjör, sem þeir gera sér vonir um og afkomendum sínum. Þeir verða að renna fleiri og styrkari stoðum undir þjóðarbúskapinn. Grænlendingar líka.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun