Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar 12. janúar 2026 12:00 Það er alltaf sama lagið úr Laugardalnum. Núna er komið nýtt tísku-væl frá formanni KKÍ: „Íþróttaskuld. Sjálfboðaliðar að klárast. Ríkið verður að borga.“ Og ég segi: já—en byrjum á sannleikanum. Ekki PR. Það kemur mér ekki á óvart að svona grein birtist þegar körfuboltahreyfingin velur enn og aftur aðila sem er tilbúinn að þjóna penningapólitík stóru félaganna í körfunni — gamlan CFO sem virðist ekki hafa áhuga eða tengingu við grasrótina. Það lítur út eins það sé nóg eftir í að klámvæða íþróttirnar á Íslandi. Ég segi þetta ekki sem einhver á hliðarlínunni. Ég hef starfað inni í þessu kerfi í áratugi. Stofnað félög. Rekið félög. Þjálfað í áratugi. Spilað. Landsliðsmaður. Ég tala ekki um „íþróttir“ í abstrakt, ég tala um körfubolta á jörðinni. Og það sem vantar í þessa umræðu er heiðarleiki um það sem er búið að gerast innan hreyfingarinnar. Mikilvægt að minnast á að við getum ekki talað um „íþróttir“ eins og þetta sé ein heild. Það er himinn og haf á milli boltagreinanna sem eru orðnar peningagreinar—með atvinnuvæðingu, innfluttu vinnuafli og titlapressu—og íþrótta sem eru ekki peningagreinar og lifa á félagslegu gildi og aðgengi barna. Ef við ætlum að vera heiðarleg, þá verðum við að aðskilja þessa heima Sjálfboðaliðinn er ekki „þreyttur“. Sjálfboðaliðinn er vaknaður. Fólk er farið að fatta fáránleikann: við erum með efstu félög sem setja milljónir (og meira) í Íslandsmót í aðkeyptu vinnuafli, á sama tíma og sama kerfi á svo að ganga upp á því að foreldrar mæti og vinni frítt eins og þetta sé félagsheimili 1997. Þetta meikar ekki sens. Og það er ekki mannlegt eðli sem breyttist. Það er umhverfi sem breyttist: meiri atvinnuvæðing í meistaraflokki, meiri kröfur, meiri tilfinning hjá fólki að það sé verið að nýta það. Þannig að ef KKÍ ætlar að tala um sjálfboðaliða, þá þarf KKÍ líka að tala um hvað er verið að borga fyrir hvað og hvar forgangsröðunin er. Að tala um „íþróttaskuld“ á meðan toppurinn er atvinnuvæddur er eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari. Ef forysta félaga er fyrst og fremst að hugsa um börnin, að þetta sé virðisaukandi starf, þá koma foreldrarnir og sjálfboðaliðarnir allsstaðar frá. Ég sé það daglega. Þegar verkefnið er heiðarlegt og skýrt, þá mætir fólk. En þegar allt snýst um titla, import, „við verðum að vera í topp-4“ og sífellda pólitík, þá fer fólk að spyrja: „Af hverju er ég að vinna frítt svo einhver annar geti keypt sér sigur?“ Ég man líka vel hvernig þetta leit út þegar COVID byrjaði. Það var ekki liðin vika þegar íþróttafélögin voru farin að væla yfir stöðunni og ætluðu að nýta sér COVID til að ná sér í peninga, þó að það væri ekki búið að endurgreiða ein einustu æfingargjöld þó að æfingar hefðu verið lagðar niður vegna samkomubanns. Þetta er ekki flókin pæling. Hérna er bara komin skítapólitík, og hún birtist alltaf á sama hátt: falleg orð út á við, en allt annað inni í salnum. Og lýsandi fyrir stöðuna þegar formaður talar um að ríkið eigi að borga meira út á “lýðheilsu og fyrirmyndir” — á meðan félögin eru með kappleiki í úrslitakeppnum þar sem áfengi flæðir í kringum leikina eins og við séum að selja næturklúbb, ekki barnastarf. Þetta er nákvæmlega svona sem klámvæðingin lítur út. Og þetta er ekki “smáatriði.” Þetta góð ástæða til að skammast sína að vera partur af þessari menningu. Íþróttirnar sem formaður talar um að hafi svo mikið lýðheilsugildi, forvarnargildi og allt það—það er ekki það sem stjórn KKÍ er á endanum að pæla í, ef maður horfir á hvað fær pláss og hvað fær kraft. Ég hef ekki mætt á ársþing eða fundi án þess að fundirnir séu yfirlagðir af því að tala um útlendingamál (íslandsmótið í aðkeyptu vinnuafli) í karladeildum. Þetta er eitthvað mesta djók sem ég hef nokkurn tímann vitað. Á meðan sitja raunveruleg samfélagsverkefnin eftir og fá enga athygli, lítið bakland, enga baráttu frá forystu KKÍ. Og svo kemur þessi tvöfaldur standard í dagsljósið þegar við horfum á raunveruleg dæmi. Reykjavíkurborg setur fé inn í starf sem á að efla þátttöku, sérstaklega meðal hópa sem eru vel undir í þáttöku og tækifærum, til dæmis í Breiðholti. Aþena, sem er með eitt langbest heppnasta verkefni í 111, fær ekki einu sinni samtal um það hvernig eigi að nýta þá fjármuni. Og ekki mætir formaður KKÍ og bakkar okkur upp. Og ekki hefur Körfuknattleikssambandið staðið í fremstu línu til að hjálpa krökkum uppi í Breiðholti til þess að komast úr félagslegri einangrun, eða berjast fyrir stelpurnar okkar, finna jákvæðar fyrirmyndir og byggja upp samfélagslegan stöðugleika—hvað sem það svo sem þýðir þegar það er bara notað sem orð í grein. Ég er sammála einu: íþróttir eru gríðarleg miklvæg fjárfesting í samfélaginu. En ef við ætlum að tala um peninga, þá verðum við að tala af einhverju viti. Fjármögnun íþróttanna er tvískiptur heimur: annars vegar á starfið að snúast um virðisaukandi starf fyrir börn — og þar á opinber fjárfesting að liggja — hins vegar erum við með atvinnuvædda toppbaráttu sem ríkið á ekki að koma nálægt. Við megum ekki blanda þessum heimum saman. Það er löngu kominn tími til að þessir heimar verði aðskildir, því félögin ráða einfaldlega ekki við þetta lengur, og það eru engar ýkjur. Það sem við ættum að vera að ræða er t.d. hvernig fjármunum og tækifærum er skipt milli barna — miðað við í hvaða póstnúmeri þau búa. Ef ríkið og sveitarfélög setja aukið fé inn, þá á það að fara í aðgengi allra barna, sérstaklega þeirra sem búa við skort á félagslegum og fjárhagslegum stuðningi og aðstöðu, í leiðtogaþjálfun barna og í að byggja upp góða þjálfara — ekki bara falleg orð í blaði og samanburð á aðra geira. Afhverju hafa formenn KKÍ aldrei vakið áhuga á þessu. Þess vegna finnst mér þessi grein ekki heiðarleg. Hún notar rétt orð, en sleppir stóra samhenginu sem allir sem eru á jörðinni þekkja vel: atvinnuvæðing á toppnum, pólitík sem étur upp umræðuna, og grasrót sem er látin halda upp ímynd félagana. Ef þetta snýst um börnin, þá verðum við að sýna það í verki. Ekki í næstu grein. Í verki. Höfundur er stofnandi tveggja körfuknattleiksfélaga á Íslandi, þjálfari til margra áratuga, ráðgjafi íþróttafélaga á heimsvísu og stjórnarmaður og sjálfboðaliði hjá körfuknattleiksfélaginu Aþenu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KKÍ Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf sama lagið úr Laugardalnum. Núna er komið nýtt tísku-væl frá formanni KKÍ: „Íþróttaskuld. Sjálfboðaliðar að klárast. Ríkið verður að borga.“ Og ég segi: já—en byrjum á sannleikanum. Ekki PR. Það kemur mér ekki á óvart að svona grein birtist þegar körfuboltahreyfingin velur enn og aftur aðila sem er tilbúinn að þjóna penningapólitík stóru félaganna í körfunni — gamlan CFO sem virðist ekki hafa áhuga eða tengingu við grasrótina. Það lítur út eins það sé nóg eftir í að klámvæða íþróttirnar á Íslandi. Ég segi þetta ekki sem einhver á hliðarlínunni. Ég hef starfað inni í þessu kerfi í áratugi. Stofnað félög. Rekið félög. Þjálfað í áratugi. Spilað. Landsliðsmaður. Ég tala ekki um „íþróttir“ í abstrakt, ég tala um körfubolta á jörðinni. Og það sem vantar í þessa umræðu er heiðarleiki um það sem er búið að gerast innan hreyfingarinnar. Mikilvægt að minnast á að við getum ekki talað um „íþróttir“ eins og þetta sé ein heild. Það er himinn og haf á milli boltagreinanna sem eru orðnar peningagreinar—með atvinnuvæðingu, innfluttu vinnuafli og titlapressu—og íþrótta sem eru ekki peningagreinar og lifa á félagslegu gildi og aðgengi barna. Ef við ætlum að vera heiðarleg, þá verðum við að aðskilja þessa heima Sjálfboðaliðinn er ekki „þreyttur“. Sjálfboðaliðinn er vaknaður. Fólk er farið að fatta fáránleikann: við erum með efstu félög sem setja milljónir (og meira) í Íslandsmót í aðkeyptu vinnuafli, á sama tíma og sama kerfi á svo að ganga upp á því að foreldrar mæti og vinni frítt eins og þetta sé félagsheimili 1997. Þetta meikar ekki sens. Og það er ekki mannlegt eðli sem breyttist. Það er umhverfi sem breyttist: meiri atvinnuvæðing í meistaraflokki, meiri kröfur, meiri tilfinning hjá fólki að það sé verið að nýta það. Þannig að ef KKÍ ætlar að tala um sjálfboðaliða, þá þarf KKÍ líka að tala um hvað er verið að borga fyrir hvað og hvar forgangsröðunin er. Að tala um „íþróttaskuld“ á meðan toppurinn er atvinnuvæddur er eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari. Ef forysta félaga er fyrst og fremst að hugsa um börnin, að þetta sé virðisaukandi starf, þá koma foreldrarnir og sjálfboðaliðarnir allsstaðar frá. Ég sé það daglega. Þegar verkefnið er heiðarlegt og skýrt, þá mætir fólk. En þegar allt snýst um titla, import, „við verðum að vera í topp-4“ og sífellda pólitík, þá fer fólk að spyrja: „Af hverju er ég að vinna frítt svo einhver annar geti keypt sér sigur?“ Ég man líka vel hvernig þetta leit út þegar COVID byrjaði. Það var ekki liðin vika þegar íþróttafélögin voru farin að væla yfir stöðunni og ætluðu að nýta sér COVID til að ná sér í peninga, þó að það væri ekki búið að endurgreiða ein einustu æfingargjöld þó að æfingar hefðu verið lagðar niður vegna samkomubanns. Þetta er ekki flókin pæling. Hérna er bara komin skítapólitík, og hún birtist alltaf á sama hátt: falleg orð út á við, en allt annað inni í salnum. Og lýsandi fyrir stöðuna þegar formaður talar um að ríkið eigi að borga meira út á “lýðheilsu og fyrirmyndir” — á meðan félögin eru með kappleiki í úrslitakeppnum þar sem áfengi flæðir í kringum leikina eins og við séum að selja næturklúbb, ekki barnastarf. Þetta er nákvæmlega svona sem klámvæðingin lítur út. Og þetta er ekki “smáatriði.” Þetta góð ástæða til að skammast sína að vera partur af þessari menningu. Íþróttirnar sem formaður talar um að hafi svo mikið lýðheilsugildi, forvarnargildi og allt það—það er ekki það sem stjórn KKÍ er á endanum að pæla í, ef maður horfir á hvað fær pláss og hvað fær kraft. Ég hef ekki mætt á ársþing eða fundi án þess að fundirnir séu yfirlagðir af því að tala um útlendingamál (íslandsmótið í aðkeyptu vinnuafli) í karladeildum. Þetta er eitthvað mesta djók sem ég hef nokkurn tímann vitað. Á meðan sitja raunveruleg samfélagsverkefnin eftir og fá enga athygli, lítið bakland, enga baráttu frá forystu KKÍ. Og svo kemur þessi tvöfaldur standard í dagsljósið þegar við horfum á raunveruleg dæmi. Reykjavíkurborg setur fé inn í starf sem á að efla þátttöku, sérstaklega meðal hópa sem eru vel undir í þáttöku og tækifærum, til dæmis í Breiðholti. Aþena, sem er með eitt langbest heppnasta verkefni í 111, fær ekki einu sinni samtal um það hvernig eigi að nýta þá fjármuni. Og ekki mætir formaður KKÍ og bakkar okkur upp. Og ekki hefur Körfuknattleikssambandið staðið í fremstu línu til að hjálpa krökkum uppi í Breiðholti til þess að komast úr félagslegri einangrun, eða berjast fyrir stelpurnar okkar, finna jákvæðar fyrirmyndir og byggja upp samfélagslegan stöðugleika—hvað sem það svo sem þýðir þegar það er bara notað sem orð í grein. Ég er sammála einu: íþróttir eru gríðarleg miklvæg fjárfesting í samfélaginu. En ef við ætlum að tala um peninga, þá verðum við að tala af einhverju viti. Fjármögnun íþróttanna er tvískiptur heimur: annars vegar á starfið að snúast um virðisaukandi starf fyrir börn — og þar á opinber fjárfesting að liggja — hins vegar erum við með atvinnuvædda toppbaráttu sem ríkið á ekki að koma nálægt. Við megum ekki blanda þessum heimum saman. Það er löngu kominn tími til að þessir heimar verði aðskildir, því félögin ráða einfaldlega ekki við þetta lengur, og það eru engar ýkjur. Það sem við ættum að vera að ræða er t.d. hvernig fjármunum og tækifærum er skipt milli barna — miðað við í hvaða póstnúmeri þau búa. Ef ríkið og sveitarfélög setja aukið fé inn, þá á það að fara í aðgengi allra barna, sérstaklega þeirra sem búa við skort á félagslegum og fjárhagslegum stuðningi og aðstöðu, í leiðtogaþjálfun barna og í að byggja upp góða þjálfara — ekki bara falleg orð í blaði og samanburð á aðra geira. Afhverju hafa formenn KKÍ aldrei vakið áhuga á þessu. Þess vegna finnst mér þessi grein ekki heiðarleg. Hún notar rétt orð, en sleppir stóra samhenginu sem allir sem eru á jörðinni þekkja vel: atvinnuvæðing á toppnum, pólitík sem étur upp umræðuna, og grasrót sem er látin halda upp ímynd félagana. Ef þetta snýst um börnin, þá verðum við að sýna það í verki. Ekki í næstu grein. Í verki. Höfundur er stofnandi tveggja körfuknattleiksfélaga á Íslandi, þjálfari til margra áratuga, ráðgjafi íþróttafélaga á heimsvísu og stjórnarmaður og sjálfboðaliði hjá körfuknattleiksfélaginu Aþenu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun