Sport

Sigrún ÓIöf með stjörnuleik

FH náði sínu fyrsta stigi í sumar í Landsbankadeild kvenna með því að gera 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabær í gær. Það voru reyndar Stjörnustúlkur sem voru heppnar að ná í stig því Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði leikinn fyrir þær á 87. mínútu. Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, markvörður FH, átti stjörnuleik og varði meðal annars víti. FH-liðið hefur vaxið í undanförnum leikjum en þessi leikur markaði þá algjör stakkaskipti hjá hinu unga Hafnarfjarðarliði. Stjarnan var sterkari og fékk góð tækifæri í leiknum en Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir varði frábærlega í marki FH, alls átta skot og þar á meðal vítaspyrnur Lilju Kjalarsdóttur á 5. mínútu. Það sem skipti máli í leiknum:Stjarnan-FH 1-1 (0-1)Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir ver víti Lilju Kjalarsdóttur (5.) 0-1 Elín Svavarsdóttir (40.) 1-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (87.) Best á vellinum: Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, FH Tölfræðin: Skot (á mark): 10-8 (9-6) Horn: 5-2 Aukaspyrnur fengnar: 25-13 Rangstöður: 3-0 Mjög góðar: Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, FH Góðar: Auður Skúladóttir, Stjörnunni Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni Lára Björg Einarsdóttir, Stjörnunni Lilja Kjalarsdóttir, Stjörnunni Sarah Lentz, Stjörnunni Elín Svavarsdóttir, FH Elísabet Guðrún Björnsdóttir, FH Hrönn Hallgrímsdóttir, FH Lind Hrafnsdóttir, FH Sigríður Guðmundsdóttir, FH Valdís Rögnvaldsdóttir, FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×