Sport

Hólmfríður með fernu á Akureyri

Það var algjör einstefna á Akureyri er KR heimsótti Þór/KS/KS. Stúlkurnar úr Vesturbænum keyrðu yfir stöllur sínar frá Akureyri og skoruðu níu mörk. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fjögur og er því orðin markahæst í deildinni með 12 mörk en hún hefur einnig lagt upp flest mörk allra. Yfirburðir KR sjást einnig í því að heimastúlkur náðu vart að brjóta á þeim í leiknum. Hólmfríður skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og bætti síðan við tveimur mörkum og tveimur stoðsendingum í seinni hálfleik. Þetta var fjórði sigur KR-liðsins í röð og fyrir vikið eru þær komnar upp í annað sæti deildarinnar. Ekki er hægt að kvarta yfir frammistöðu Hólmfríðar í þessujm fjórum sigurleikjum því í þeim hefur hún skorað tíu mörk og lagt upp önnur 10 til viðbótar. KR-liðið hefur skorað alls 29 mörk í þessum leikjum og Hólmfríður hefur komið með beinum hætti að 20 þeirra. Þór/KA/KS-KR 0-9 (0-4) 0–1 Hólmfríður Magnúsdóttir 7. 0–2 Hólmfríður Magnúsdóttir 18. 0–3 Guðlaug Jónsdóttir 25. 0–4 Katrín Ómarsdóttir 45. 0–5 Anna Berglind Jónsdóttir 55. 0–6 Sif Atladóttir 57. 0–7 Hólmfríður Magnúsdóttir 58. 0–8 Embla Grétarsdóttir 67. 0–9 Hólmfríður Magnúsdóttir 74. Best á vellinum Hólmfríður Magnúsdóttir KR Tölfræðin Skot (á mark)  2–26 (0–16) Horn 1–11 Aukaspyrnur fengnar 12–1 Rangstöður 1–7 Mjög góðar Hólmfríður Magnúsdóttir KR Guðlaug Jónsdóttir KR Góðar Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS Anna Berglind Jónsdóttir KR Katrín Ómarsdóttir KR Embla Grétarsdóttir KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×