Helmingur ósáttur ef herinn færi 12. júlí 2004 00:01 Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira