Samruni Sony og BMG fær grænt ljós 20. júlí 2004 00:01 Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir. Lífið Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir.
Lífið Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“