Skattakóngur Íslandssögunnar 30. júlí 2004 00:01 "Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin." Skattar Tekjur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
"Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin."
Skattar Tekjur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira