Margt líkt með málunum 3. september 2004 00:01 Litháinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til fíkniefnasmygls, kemur frá sama bæ og Vaidas Jucivicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað í febrúar. Margt er líkt með málunum tveimur. Maðurinn var með 300 grömm af kókaíni innvortis og handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Hann var tekinn við hefðbundið eftirlit. Ekkert fannst á honum, en tollverðir voru vissir í sinni sök og var maðurinn fluttur á Landspítalann þar sem á röntgenmyndum kom í ljós að hann var með magan fullan af hylkjum. Þau reyndust vera 70 talsins og innihéldu kókaín. Þetta er töluvert meira magn en fannst í maga Vaidasar Jucivicius sem fannst í höfninni í Neskaupsstað 11. febrúar síðastliðinn, en hann var með rúmlega 200 grömm af amfetamíni innvortis og við krufningu kom í ljós að hylkin sem fíkniefnin voru í höfðu stíflað meltingarveg hans með þeim afleiðingum að hann lést. Það er því ljóst að sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi var í verulegri lífshættu. En það er fleira líkt með þessum málum tveimur. Báðir eru mennirnir Litháar og ekki bara það heldur koma þeir báðir frá sama bænum í Litháen, Telsai, 60 þúsund manna bæ og Tomas Malakauskas sem sætir ákæru vegna máls Jucivicius er einnig frá sama bæ. Báðir komu þeir sömu leið hingað til lands, í gegnum Kaupmannahöfn og voru báðir með flugmiða til baka sömu leið. Þá segist Morgunblaðið hafa heimildir fyrir því að sá sem nú er í haldi hafi komið áður til landsins. Eins og að framan greindi voru báðir með gríðarlegt magn fíkniefna innvortis og fagmannlega frá þeim gengið. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Fréttir Innlent Líkfundarmálið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Litháinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til fíkniefnasmygls, kemur frá sama bæ og Vaidas Jucivicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað í febrúar. Margt er líkt með málunum tveimur. Maðurinn var með 300 grömm af kókaíni innvortis og handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Hann var tekinn við hefðbundið eftirlit. Ekkert fannst á honum, en tollverðir voru vissir í sinni sök og var maðurinn fluttur á Landspítalann þar sem á röntgenmyndum kom í ljós að hann var með magan fullan af hylkjum. Þau reyndust vera 70 talsins og innihéldu kókaín. Þetta er töluvert meira magn en fannst í maga Vaidasar Jucivicius sem fannst í höfninni í Neskaupsstað 11. febrúar síðastliðinn, en hann var með rúmlega 200 grömm af amfetamíni innvortis og við krufningu kom í ljós að hylkin sem fíkniefnin voru í höfðu stíflað meltingarveg hans með þeim afleiðingum að hann lést. Það er því ljóst að sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi var í verulegri lífshættu. En það er fleira líkt með þessum málum tveimur. Báðir eru mennirnir Litháar og ekki bara það heldur koma þeir báðir frá sama bænum í Litháen, Telsai, 60 þúsund manna bæ og Tomas Malakauskas sem sætir ákæru vegna máls Jucivicius er einnig frá sama bæ. Báðir komu þeir sömu leið hingað til lands, í gegnum Kaupmannahöfn og voru báðir með flugmiða til baka sömu leið. Þá segist Morgunblaðið hafa heimildir fyrir því að sá sem nú er í haldi hafi komið áður til landsins. Eins og að framan greindi voru báðir með gríðarlegt magn fíkniefna innvortis og fagmannlega frá þeim gengið. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Fréttir Innlent Líkfundarmálið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira