Kúvent í afstöðu til Davíðs 20. september 2004 00:01 Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent