120 lögmenn styðja Jón Steinar 28. september 2004 00:01 Listi með 120 nöfnum þeirra lögmanna sem vilja að Geir H. Haarde virði umsögn Hæstaréttar um val á dómara við réttinn að vettugi og taki sjálfstæða ákvörðun um ráðninguna var afhentur ráðherranum í gær. Geir ræður í dómarastöðuna í stað Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem lýsti sig vanhæfan til verksins. Lögmennirnir lýsa þannig óbeint yfir stuðningi við Jón Steinar Gunnlaugsson, en í áliti Hæstaréttar er Jón ekki á meðal þeirra tveggja sem rétturinn telur hæfasta. Lögmennirnir telja innbyrðis ósamkvæmni einkenna þá umsögn réttarins, Jón Steinar hafi víðtæka og umfangsmikla lögmannsreynslu sem ekki sé hægt að líta fram hjá, og ráðherra beri því að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar lögmanns var markmiðið að safna undirskriftum um 50 til 100 lögmanna. Árangurinn sé því framar vonum. Hann vísir þeirri gagnrýni á bug að með listanum sé Jón Steinar sjálfkrafa orðinn vanhæfur sem dómari, þar sem lögmenn skiptist nú í þá sem styðja hann og þá sem gera það ekki. "Þessi gagnrýni er eins og hvert annað kjaftæði," segir Sveinn. Hann segir að betur færi á því, að þeim sem augljóslega sé í nöp við Jón Steinar segi það beint út, í stað þess að "búa til einhverja nýja vanhæfisreglu gegn honum". Geir H. Haarde ber að skipa í dómarasætið fyrir 1.október. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Listi með 120 nöfnum þeirra lögmanna sem vilja að Geir H. Haarde virði umsögn Hæstaréttar um val á dómara við réttinn að vettugi og taki sjálfstæða ákvörðun um ráðninguna var afhentur ráðherranum í gær. Geir ræður í dómarastöðuna í stað Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem lýsti sig vanhæfan til verksins. Lögmennirnir lýsa þannig óbeint yfir stuðningi við Jón Steinar Gunnlaugsson, en í áliti Hæstaréttar er Jón ekki á meðal þeirra tveggja sem rétturinn telur hæfasta. Lögmennirnir telja innbyrðis ósamkvæmni einkenna þá umsögn réttarins, Jón Steinar hafi víðtæka og umfangsmikla lögmannsreynslu sem ekki sé hægt að líta fram hjá, og ráðherra beri því að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar lögmanns var markmiðið að safna undirskriftum um 50 til 100 lögmanna. Árangurinn sé því framar vonum. Hann vísir þeirri gagnrýni á bug að með listanum sé Jón Steinar sjálfkrafa orðinn vanhæfur sem dómari, þar sem lögmenn skiptist nú í þá sem styðja hann og þá sem gera það ekki. "Þessi gagnrýni er eins og hvert annað kjaftæði," segir Sveinn. Hann segir að betur færi á því, að þeim sem augljóslega sé í nöp við Jón Steinar segi það beint út, í stað þess að "búa til einhverja nýja vanhæfisreglu gegn honum". Geir H. Haarde ber að skipa í dómarasætið fyrir 1.október.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira