Engar undanþágur 28. september 2004 00:01 Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira