Braut meginreglu stjórnsýslulaga 30. september 2004 00:01 Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira