Innlent

Ágreiningur um virðisaukaskatt

Ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um framkvæmd lækkunar virðisaukaskatts. Nýtt skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar lítur dagsins ljós á næstu vikum. Í sumar kom fram að skattafrumvarpið ætti að liggja fyrir um leið og fjárlögin en það gat þó ekki orðið. Fjármálaráðherra segir nú að það verði kynnt á næstu vikum.Ljóst er þó að virðisaukaskattur mun ekki lækka að þessu sinni, enda ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvernig eigi að standa að framkvæmdinni. Tekjuskattur mun hinsvegar lækka um 1%, sérstakur tekjuskattur eða svonefndur hátekjuskatttur mun lækka úr 4% í 2%, en ríkið mun verða af um 750 milljóna króna tekjum vegna þess. Stefnt er að því að tekjuskattur lækki alls um 4% og bæði eignaskattur og hátekjuskattur verði úr sögunni áður en kjörtímabilið er úti. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra segir stefnt að endurskoðun bæði barnabóta og vaxtabótakerfisins á kjörtímabilinu en litlar breytingar verða á þessu ári að öllum líkindum, þó einhverjar á vaxtabótakerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×