Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 20:01 Í sumar varð alvarlegt slys á Breiðamerkurjökli þegar ísveggur hrundi með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést og konan hans slasaðist. Óttast var að tveir væru grafnir undir ís og var þeirra leitað í 18 tíma. Vísir/Vilhelm Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að bætt verði úr með því með miðlægri skráningu. Hins vegar mælir starfshópurinn ekki með banni við jöklaferðum yfir sumartímann. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og tryggari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn. Tillögur starfshóps ráðuneytisstjóra sem settur var á fót í kjölfar banaslyss á Breiðamerkurjökli í sumar voru kynntar í ríkisstjórn í gær. Hópurinn gerir sex tillögur að úrbótum sem miða að því að tryggja betur öryggi ferðamanna í jöklaferðum. „Þetta er svona nokkuð þéttur listi af ýmsum atriðum sem að hafa ber í huga. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt og nauðsynlegt reyndar að fara í þessa vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sem kynnti minnisblað um niðurstöður starfshópsins í ríkisstjórn. Tíu milljarðar í tekjur Í minnisblaðinu er áætlað að um 400 þúsund manns hafi farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, eða um fimmtungur erlendra ferðamanna. Áætlaðar tekjur af þessum ferðum nemi um tíu milljörðum króna, en samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu sjá alls 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða hér á landi sem sum bjóða ferðir á fleiri en einn jökul. Meðal þess sem vakti spurningar og mikið umtal í kjölfar slyssins í Breiðamerkurjökli í sumar var það hve algengar jöklaferðir að sumarlagi eru orðnar á Íslandi. Fyrirtæki stundi jöklaferðir allan ársins hring, þrátt fyrir að mælt hafi verið gegn því. Starfshópurinn mælir hins vegar ekki með banni við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem það er á ákveðnum tímum eða svæðum. „Í því efni verður að hafa huga hina almenna meginreglu um frjálsa för fólks um landið (almannaréttur) og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár. Hins vegar er hægt að leggja til takmarkanir á þeirri meginreglu ef það leiðir af niðurstöðu áhættumats á tilteknum svæðum fyrir tilteknar tegundir ferða,“ segir í minnisblaðinu. Boð og bönn ekki endilega rétta leiðin Dagbjartur Brynjarsson er formaður annars starfshóps Dagbjartur um bætt öryggi á ferðamannastöðum sem mun vinna áfram með tillögurnar frá ráðuneytisstjórahópnum en hann fagnar tillögunum. „Endanleg boð og bönn eru ekki endilega það sem við erum að leita að, heldur það sem að þarf að vera. Við getum lent í því að 10. október séu aðstæður sem eru ekki góðar. Það sem skiptir meira máli er að það sé virkt eftirlit, að það sé verið að fylgjast með stöðunum áður en lagt er af stað, en ekki bara lagt af stað af því að nú er fyrsti nóvember,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur Brynjarsson er öryggissérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Ragnar Meðal þeirra tillagna sem þegar eru til skoðunar hjá starfshóp um bætt öryggi á ferðamannastöðum snúa að því að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. „Það er engin miðlæg samantekt á þessu, þannig að í raun og veru hvert fyrirtæki er með mismunandi hátt á hvað það varðar og safnar þeim upp með mismunandi hætti. Sumir eru að gera það í formi blaða, út prentuð blöð sem er svo fyllt út og svo sett upp í hillu á meðan önnur fyrirtæki eru með mjög flott kerfi í kringum það,“ segir Dagbjartur. Miðlægt skráningarkerfi slysa og óhappa yrði til mikilla bóta. „Það er þá hægt að taka ákvarðanir út frá gögnum en ekki bara einhverri tilfinningu.“ Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Tillögur starfshóps ráðuneytisstjóra sem settur var á fót í kjölfar banaslyss á Breiðamerkurjökli í sumar voru kynntar í ríkisstjórn í gær. Hópurinn gerir sex tillögur að úrbótum sem miða að því að tryggja betur öryggi ferðamanna í jöklaferðum. „Þetta er svona nokkuð þéttur listi af ýmsum atriðum sem að hafa ber í huga. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt og nauðsynlegt reyndar að fara í þessa vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sem kynnti minnisblað um niðurstöður starfshópsins í ríkisstjórn. Tíu milljarðar í tekjur Í minnisblaðinu er áætlað að um 400 þúsund manns hafi farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, eða um fimmtungur erlendra ferðamanna. Áætlaðar tekjur af þessum ferðum nemi um tíu milljörðum króna, en samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu sjá alls 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða hér á landi sem sum bjóða ferðir á fleiri en einn jökul. Meðal þess sem vakti spurningar og mikið umtal í kjölfar slyssins í Breiðamerkurjökli í sumar var það hve algengar jöklaferðir að sumarlagi eru orðnar á Íslandi. Fyrirtæki stundi jöklaferðir allan ársins hring, þrátt fyrir að mælt hafi verið gegn því. Starfshópurinn mælir hins vegar ekki með banni við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem það er á ákveðnum tímum eða svæðum. „Í því efni verður að hafa huga hina almenna meginreglu um frjálsa för fólks um landið (almannaréttur) og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár. Hins vegar er hægt að leggja til takmarkanir á þeirri meginreglu ef það leiðir af niðurstöðu áhættumats á tilteknum svæðum fyrir tilteknar tegundir ferða,“ segir í minnisblaðinu. Boð og bönn ekki endilega rétta leiðin Dagbjartur Brynjarsson er formaður annars starfshóps Dagbjartur um bætt öryggi á ferðamannastöðum sem mun vinna áfram með tillögurnar frá ráðuneytisstjórahópnum en hann fagnar tillögunum. „Endanleg boð og bönn eru ekki endilega það sem við erum að leita að, heldur það sem að þarf að vera. Við getum lent í því að 10. október séu aðstæður sem eru ekki góðar. Það sem skiptir meira máli er að það sé virkt eftirlit, að það sé verið að fylgjast með stöðunum áður en lagt er af stað, en ekki bara lagt af stað af því að nú er fyrsti nóvember,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur Brynjarsson er öryggissérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Ragnar Meðal þeirra tillagna sem þegar eru til skoðunar hjá starfshóp um bætt öryggi á ferðamannastöðum snúa að því að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. „Það er engin miðlæg samantekt á þessu, þannig að í raun og veru hvert fyrirtæki er með mismunandi hátt á hvað það varðar og safnar þeim upp með mismunandi hætti. Sumir eru að gera það í formi blaða, út prentuð blöð sem er svo fyllt út og svo sett upp í hillu á meðan önnur fyrirtæki eru með mjög flott kerfi í kringum það,“ segir Dagbjartur. Miðlægt skráningarkerfi slysa og óhappa yrði til mikilla bóta. „Það er þá hægt að taka ákvarðanir út frá gögnum en ekki bara einhverri tilfinningu.“
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira