Heimsmet í samneyslu 3. október 2004 00:01 Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira