Vilja lagabreytingar 6. október 2004 00:01 Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Ekki er hægt að fresta verkfalli kennara. Það er bannað með lögum. Kennarasamband Íslands hefur leitað eftir því að fá lögunum breytt en án árangurs, segir Hannes Þorsteinsson skrifstofustjóri sambandsins. Hannes segir að hægt sé að fresta verkfalli á almennum vinnumarkaði sé komið samningahljóð í menn. Forysta kennara hafi ítrekað sótt eftir því að lögum opinberra starfsmanna verði breytt í samræmi við það sem þar gerist en mætt lokuðum dyrum. Hannes segir hvata sveitarfélaganna til að fá grunnskólakennara aftur á launaskrá engan. "Pressan er öll á launanefndinni og Birgi Birni Sigurjónssyni. Sveitarfélögin losna við 60 til 70 prósent af launaútgjöldum sínum sem bjargar fjárhag þeirra þessar vikurnar," segir Hannes: "Sveitarfélögin hagnast hvern einasta mánuð sem þau geta dregið að semja. Ástæðan er að kjarasamningar eru almennt ekki afturvirkir heldur frá þeim tíma sem samið er að nýju. Það er því þeirra hagur að draga lappirnar og láta ekkert gerast," segir Hannes. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir launanefndina í góðu sambandi við sveitastjórnarmenn. Hún njóti fulls trausts. "Hvati sveitarfélaganna og þjóðarinnar allrar til að leysa verkfall kennara er mikill. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna af verkfallinu eru jafnmiklar og annarra landsmanna," segir Vilhjálmur. Hann hafi ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hafi velt upp umræðum um hve hagkvæmt verkfall kennara sé sveitarfélögunum. Samkvæmt fyrri fréttum blaðsins er sparnaður sveitarfélaganna um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur hvern dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna kennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna. Hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira