Framsókn stoppar matarskattslækkun 13. október 2004 00:01 Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. " Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. "
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira