Útgjöld að aukast 14. október 2004 00:01 Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira