330 milljónir greiddar úr sjóðnum 14. október 2004 00:01 Greitt verður öðru sinni úr verkfallssjóði kennara á morgun. Þá verður búið að greiða rúmar 330 milljónir króna úr sjóðnum. Formaður vinnudeilusjóðsins segir sjóðinn þola átta vikna verkfall grunnskólakennara og átta vikna verkfall leikskólakennara en trúir því varla að deilan dragist svo á langinn. Fjórðu viku kennaraverkfallsins fer að ljúka. Á morgun verður kennurum greitt öðru sinni úr vinnudeilusjóði kennara en greiddar eru tvær vikur í einu. Árni Heimir Jónsson, formaður sjóðsstjórnar, segir að þá verði búið að greiða rúmar 330 milljónir króna úr sjóðnum af u.þ.b. 900 milljónum sem þar voru til í byrjun verkfalls. Hver kennari fær 3000 krónur á dag úr sjóðnum eða um 90.000 krónur á mánuði. Ekkert þokast í samkomulagsátt og lítið fundað og því útlit fyrir að verkfall dragist enn á langinn. Ofan á það bætist að leikskólakennarar hafa verið með lausa samninga síðan í lok ágúst og segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, að það ráðist ekki fyrr en í lok nóvember hvort boðað verði til verkfalls. Árni Heimir segist ekki óttast að verkfallssjóðurinn tæmist í grunnskólaverkfallinu. Hann telur sjóðinn þola átta vikna verkfall grunnskólakennara og átta vikna verkfall leikskólakennara þar sem leikskólakennarar séu mun fámennari stétt en grunnskólakennarar, eða rétt um 1200, á móti tæplega 4000 stöðugildum grunnskólakennara. Hann segist ekki vilja trúa því að verkföll þessarra stétta verði svo löng að verkfallssjóðirnir tæmist. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Greitt verður öðru sinni úr verkfallssjóði kennara á morgun. Þá verður búið að greiða rúmar 330 milljónir króna úr sjóðnum. Formaður vinnudeilusjóðsins segir sjóðinn þola átta vikna verkfall grunnskólakennara og átta vikna verkfall leikskólakennara en trúir því varla að deilan dragist svo á langinn. Fjórðu viku kennaraverkfallsins fer að ljúka. Á morgun verður kennurum greitt öðru sinni úr vinnudeilusjóði kennara en greiddar eru tvær vikur í einu. Árni Heimir Jónsson, formaður sjóðsstjórnar, segir að þá verði búið að greiða rúmar 330 milljónir króna úr sjóðnum af u.þ.b. 900 milljónum sem þar voru til í byrjun verkfalls. Hver kennari fær 3000 krónur á dag úr sjóðnum eða um 90.000 krónur á mánuði. Ekkert þokast í samkomulagsátt og lítið fundað og því útlit fyrir að verkfall dragist enn á langinn. Ofan á það bætist að leikskólakennarar hafa verið með lausa samninga síðan í lok ágúst og segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, að það ráðist ekki fyrr en í lok nóvember hvort boðað verði til verkfalls. Árni Heimir segist ekki óttast að verkfallssjóðurinn tæmist í grunnskólaverkfallinu. Hann telur sjóðinn þola átta vikna verkfall grunnskólakennara og átta vikna verkfall leikskólakennara þar sem leikskólakennarar séu mun fámennari stétt en grunnskólakennarar, eða rétt um 1200, á móti tæplega 4000 stöðugildum grunnskólakennara. Hann segist ekki vilja trúa því að verkföll þessarra stétta verði svo löng að verkfallssjóðirnir tæmist.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira