
Innlent
Samskráning í virðisaukaskattsskrá

Frumvarpið heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá. Markmið frumvarpsins er að gera móður- og dótturfélögum kleift að vera ein skattaleg eining þannig að heildarvirðisaukaskattur félaganna verði jafn hár og hann hefði orðið ef öll starfsemi félaganna hefði verið rekin í einu félagi. Ef frumvarpið verður að lögum taka þau gildi um næstu áramót.