Jónas neitar allri sök 18. október 2004 00:01 Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira