Innlent

Mikill uppblástur á Suðurlandi

Uppblástur á Suðurlandi í hvassviðrinu undanfarna tvo daga er sá mesti sem orðið hefur í mörg ár. Þetta segir Jón Ragnar Björnsson, fræðslufulltrúi Landgræðslu Íslands. Hann segir uppblásturinn hafi verið mestan í uppsveitum Rangárvallasýslu, sérstaklega í kringum Heklu. Hann segir mold, sand og vikur hafa myndað skafla á svæðinu. "Það hefur verið rökkur í lofti vegna sandskýja og þetta virðist vera mjög alvarlegt." Hann segist ekki geta fullyrt hversu miklar skemmdir hafi orðið á gróðri, það komi í ljós þegar veðrið gangi niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×