Innlent

Vímuefnaneysla eykst í verkfalli

Kennaraverkfallið er að skapa hættulegt ástand í sumum hverfum borgarinnar að mati Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar. Félagsmálaráð borgarinnar ákvað að fylgjast sérstaklega með ungmennum í borginni eftir að verkfallið hófst. Unglingafulltrúar sem hafa farið um hverfin sjá að vímuefnaneysla unglinga er að aukast að sögn Láru. Neyslan fari nú fram á virkum dögum og seinni part dags en ekki bara á kvöldin um helgar. "Þetta ástand sem hefur skapast er óforsvaranlegt og þjóðfélagið virðist algjörlega óábyrgt í þessu máli."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×