Braut gegn fósturdóttur sinni 25. október 2004 00:01 Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða. Þá hafði hann í nokkur skipti samfarir við stúlkuna á salerni og á skrifstofu á vinnustað sínum og í hjónarúmi á heimili sínu þegar hún var fimmtán ára gömul. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir að hafa káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinkonu fósturdótturinnar og þannig sært blygðunarsemi hennar. Þá er maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms en lögregla fann í húsleit á heimili hans fjölmargar kvikmyndir og ljósmyndir sem sýndu börn á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Manninum var gert að greiða fósturdótturinni 1,2 milljónir króna í miskabætur og til að greiða vinkonu hennar 150 þúsund krónur. Þá var honum gert að greiða eina milljón króna í málskostnað. Fósturdóttir mannsins flutti að heiman eftir að hún sagði frá kynferðisofbeldinu. Hún fékk takmarkaðan stuðning fjölskyldunnar. Henni var meðal annars meinað að hitta yngri systkini sín um tíma. Sálfræðingur sem hefur haft stúlkuna til meðferðar segir kynferðisofbeldið hafa valdið henni alvarlegum, tilfinningalegum og félagslegum erfiðleikum og geti haft að einhverju leyti áhrif á persónuleika hennar og félagsmótun. Fósturfaðir og móðir stúlkunnar reyndu margoft að fá hana til að falla frá málinu. Fósturfaðir hennar sagði meðal annars að hún skyldi draga kæruna til baka því hann yrði aldrei sakfelldur fyrir annað en barnaklámsefnið. Móðir stúlkunnar bað stúlkuna ítrekað að láta málið niður falla og hugsa með því til yngri systkina sinna. Móðirin spurði dóttur sína jafnframt að því hvort hún og fósturfaðir hennar hefðu ekki gert þetta saman.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira