Geðsjúkur fangi í einangrun 27. október 2004 00:01 Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira