Hæfilega bjartsýnn 29. október 2004 00:01 Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira